31 janúar 2003

jæja þá er alveg að koma helgi

ég sá stórfrétt í gær um að guttormur væri að ná sér af meiðslum. þannig var mál með vexti að hann rak klaufina í og hlaut skaða af.. dýralæknirinn sem sjúkraði honum reddaði sérstökum "skó" með innleggi sem er sérhannað fyrir dýr.. innlegið var sjálfsmyrjandi, sem er mjög mikilvægt:) það er gaman af því að næst mesti guttormurinn sé að ná sér upp úr meiðslum... og óskum við á ritstjórn honum velfarnaðar:)

annars skoðaði ég djamm.is í gær og sá þessar merku myndir.. þar var sir eyjólfur bjarnason að kynna sér ómenninguna í borg óttans... þar mátti einnig sjá bróður hans "poka" sem margir kannast við frá því um verzlunarmannahelgina í skagafirði... hann er íslenska útgáfan af jackass... eitt vakti þó athygli mína sem var það að á einni myndinni af eyjólfi mátti sjá kolbrúnu pálínu fyrrum ungfrú ísland.is skombera aftan við eyjólf greinilega með hugann við hann... það er því stór spurning hvort okkar maður í borginni sé að gera góða hluti eða hvort þetta hafi einungis verið tilviljanna kennt!!!

kveðja AndriV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli