24 janúar 2003

lá við stórbruna!!!

það lá við stórbruna fyrr í morgun. málið er að ég fór í sturtu heima og það vildi ekki betur til en ég náði einhvern vegin að reka olnbogann í heitavatns kranann og snögghita bununa úr ca 32°c nálægt suðumarki... ekki vantaði viðbrögðin í taugaendana og voru þeir snöggir að láta heilann vita.. heilinn brást mjög snöggt við og skipaði mér að flögra út úr sturtunni sem hraðast.. og það varð úr að ég hljóp nakinn um íbúðina öskarandi eins og kelling og hélt ég væri að deyja... en síðan þegar heilinn minn var búinn að meta ástandið og sagði mér að allt væri í besta lagi ég hefði sloppið með skrekkinn róaðist ég niður.. þetta er enn ein sönnunin á því að slysin gerast á heimilunum... ég vil bara benda fólki á að varast þetta þegar það fer í sturtu..

annars er ég bara búinn í skólanum og er að fara til húsavíkur.. þeir sem hafa lesið álitin á grein hérna neðar þar sem ég birti link inn á mynd af stúlku hafa rekið augun í það að stúlkan var að því er virtist eitthvað pirruð út af þessu... en fyrst hún svarar ekki og þá lít ég þannig á að þetta hafi ekki verið hún..

ég hef ekki enn þá fengið upp reikningsnúmer þar sem ég get lagt 450 kr inn á reikninginn.. því hef ég lagt þessa upphæð á hávaxtareikning hjá deutche bank þar sem vextirnir eru gríðar háir.. núna er fjárhæðin komin í rúmlega 450 (c.a. 450,003 kr)

ég bið bara að heilsa í bili.. kveðja @ndri

Engin ummæli:

Skrifa ummæli