21 janúar 2003

tilkynning

ég hef núna opnað fyrir veffangið www.andri.tk sem leiðir fólk beint inn á bloggið mitt.. þetta er gert til að einfalda fólki að muna slóðina.. gamla slóðin virkar alltaf jafn vel:)

...

jæja

þá er helgin "loksins" búin.. þetta var nú ekki ýkja beisin helgi í skúbb bransanum það er nú alveg hægt að viðurkenna það.. þó var eitthvað af liði að fá sér og eitthvað var um húsvíkinga á sjallanum um helgina.. þar sem ég get ekki skoðað þessa ágætu síðu veit ég ekki hvort einhverjir af okkar mönnum hafi lent í ljósmyndara um helgina en það er örugglega ekki mjög líklegt miðað við allan þann fjölda af menningarsinnuðum akureyringum sem lögðu leið sína á þessa skemmtilegu "tónleika" hjá stuðmönnum.. en ef einhver rekst á mynd af húsvíkingum á sjallinn.is þá má hann endilega senda mér slóðina á myndina þannig að ég geti sett hana inn hjá mér:)

sagan segir að ásþór hafi verið húsvíkingur helgarinnar á sjallanum.. hann lagði allavega einar tvær stelpur með sínum yfirnáttúrulega mójó.... ekki veit ég hvort samböndin hafi farið alla leið en það var allavegana einhver neisti..

annars voru flest allir sem ég hef heyrt um voðalega spakir.. en ef eitthvað gerist þá verður það birt hið snarasta..

mig langaði aðeins að ræða um þennan geðsjúkling sem átti sína stund á vatnsleysuströnd um helgina (hvar annarstaðar en á suðvesturhorninu??) hann dældi um 20 skotum úr 223 kalíbera riffli á hús þar sem fyrrverandi spúsa hann dvaldist ásamt fríðu föruneyti, þarmeð talin 1 mánaða gamalt barn.. miðað við réttarkerfi okkar bananalýðveldis verður maðurinn örugglega sýknaður á grundvelli þess að um stundarbrjálæði hafi verið að ræða!!! ef ég fengi að ráða væri hann kominn núna í rafmagnsstólinn....

kveðja AndriV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli