03 febrúar 2003

!!!!!

þá er þessi helgi liðin.. þetta var bara nokkuð fín helgi að mörgu leyti.. byrjaði mjög vel hjá mér allavega. fór á jackass myndina í bíó á fös kvöldið.. ekki eðlilega fyndin.. síðan tók helgin nokkra lægð.. við töpuðum fyrir k.a. í knattleik sem var frekar svekkjandi.. þetta var ekki nógu góður leikur að okkar hálfu en þetta er bara æfingarmót þannig að maður er ekki að svekkja sig á svona... á leiðinni heim urðum við vitni að því er bílstjóri missti stjórn á bílnum sínum í kinninni og straujaði útaf (kona!!!!!)... ekki urðu nein meiðsli á fólki, bíllinn endaði bara á 4 dekkjum eftir eina laglega veltu.. við aðstoðuðum kellinguna uppá veg og fékk hún far, hjá e-m vegfaranda sem átti leið hjá, að næsta bæ og hringdi þar í lögregluna..

síðan var tekið lauslega á því um kvöldið og skellt sér á djammið.. þar gerðis ekki marg óvænt en þó var eitthvað... mattías gerði sér lítið fyrir og lagði unga stúlku frá laugum sem átti leið í bæinn.. þetta var að sögn kunnugra ekki í fyrsta skiptið sem matti krækir í þessu sömu dömu.. tvær aðrar laugadömur fylgdu hnátunni hans matta.. önnur þeirra endaði lengst upp í brúnagerði hjá eina gestinum en hin að því ég best veit svaf hin í höddakoti, þar sem nokkuð af liði gisti um nóttina... eitthvað var um prakkara strik um nóttina og má þar nefna að óprúttnir aðilar ýttu innkaupakerrum, sem stóðu fyrir utan þingey, út á götu og olli það nokkrum töfum á umferð (sem var reyndar lítil eða engin á þessum tíma)

eitthvað af liði fór í pottinn eftir að knæpunum lokaði.. ekki hefur fréttaritara borist neinar fregnir af stóðlífi þaðan..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli