18 mars 2003

14 ára á rúntinum

þetta var fyrirsögn í fréttablaðinu í gær.. síðan þegar maður las fréttina þá kom það í ljós að 16 ára strákur hafði stolið bílnum hjá foreldrum sínum og farið á rúntinn og 14 ára vinur hans var með honum!!! hvaða rugl? ef einhver 36 ára alkóhólisti færi með 1 árs krakkann sinn á bílnum eftir að hafa drukkið og löggan myndi stoppa hann, væri þá fyrirsögnin eins árs alkóhólisti fullur á bíl með sígarettu í kjaftinum og að tala í gsm!!!!.. nei ég held ekki.. að mínu mati má fréttablaðið fara vanda fréttaflutning sinn aðeins meira en þeir hafa gert.. 

síðan var annað sem ég sá í ljósvökunum það var íþróttafrétt... var allavega á íþróttasíðunum.. eiginkona eins blökkumannsins í körfuboltanum nánar tiltekið í ír fékk nóg af því þegar einn í keflavík var búinn að drulla yfir eiginmann hennar og gekk inn á völlinn og helti sér yfir keflvíkinginn... það stóð allur salurinn á öndinni og enginn þorði að gera neitt.. eftir að fjósið hafði ausið fúkyrðum yfir blökkumanninn gekk hún af velli og settist aftur upp í stúku.. dómararnir sáu ástæðu til að dæma honum tvö vítaskot í skaðabætur fyrir fúkyrðin.. fór hann samanbrotinn maðurinn á vítalínuna og skoraði úr báðum vítunum.. á bakaleiðinni vinkaði hann til kellingarinnar og sáu dómararnir það... þeir dæmdu tæknivíti á hann fyrir að vinka henni og ætlaði allt um koll að keyra!! ég verð að viðurkenna það að það hefði verið soltið fyndið að sjá þetta gerast!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli