06 mars 2003

Blogg dagsins

vil benda fólki á frábæra síðu sem magnús halldórs og fleiri góðir menn í borg óttans hafa opnað.. þarna eru umræður allt frá hæðst til lægsta plans... gaman af þessu framtaki.... þið getið skoðað síðuna hér.. einnig set ég hana inn vinstra megin undir nafninu KALLARNIR

:: Andri 22:32 [+] ::

...

annars fékk ég glóðvolga 3some sögu í gær... frekar sjabbí saga... ætla kynna mér málið að eins betur og læt ykkur síðan vita...

mér þótti fróðlegt að sjá niðurstöður úr könnunum í rússlandinu góða... núna í gær voru 50 ár frá því að félagi stalín lést og var því haldin hátíð honum til heiðurs.. niðurstaðan úr þessari könnun var sú að yfir 50% rússa telja að stalín hafi verið góður maður og gert góða hluti fyrir rússland.. það voru ekki nema nokkur prósent sem sögðu að hann hefði verið harðstjóri og fífl... þannig að það er greinilegt að rússarnir halda ennþá mikið uppá stalín gamla.... svona í lokin er gaman að benda á það að talið er að um 10.000.000 (tíu milljónir) manna hafi látið lífið í rússlandi í valdatíð hans... þá erum við ekki að tala um þá sem dóu úr elli eða sótt heldur þá sem stalín lét taka af lífi.... hitler er bara prakkari við hliðina á félaga stalín..

:: Andri 11:09 [+] ::

...

það er einhver bilun í kerfinu (eða mér) bloggið í gær kom ekki inn í gær... hef ekki hugmynd um hvað olli því!!!

en allavega þá er eitt sem liggur mér þungt á hjarta... ég hlusta nebbla stundum á rás 2 og jafnvel rás 1 og þar er svolítið sem pirrar mig einstaklega mikið... oftar en ekki þegar fréttirnar eru að byrja (sérstaklega á sunnudagsmorgnum) þá kemur kynning... "útvarp reykjavík klukkan er 7, nú verða sagðar fréttir" hver kannast ekki við þetta? það sem pirrar mig er þetta með útvarp reykjavík... ef þetta er útvarp reykjavík þá finnst mér að landsbyggðapakkið (við) ættum ekki að þurfa borga afnotagjöld fyrir þetta rugl... það hlýtur að vera sanngjörn krafa!!! það er vonandi að einhver úr útvarpsráði (mörður td) lesi þetta og komi þessu á framfæri til gerðar g að hætta kynna þetta sem útvarp reykjavík eða þá að veita afslátt fyrir landsbyggðina..

:: Andri 10:58 [+] ::

Engin ummæli:

Skrifa ummæli