10 mars 2003

Carlsberg fáninn farinn

það má segja að helgin sé búin... aðal ástæðan fyrir því er sú að það er kominn mánudagur.. það var rokknar snjósleðamót í mývó um helgina.. þið getið skoðað myndir frá mótinu teknar af stebba lyng hér.. ég er ekki búinn að fá neinar ljósar fréttir af skúbbi en það gæti átt eftir að koma..hjá mér persónulega var ég edrú á fös og fékk mér ein tvö-þrjú glös á lau... skellti mér síðan á pakkhúsið og fékk mér einn kaldann... það vildi svo ótrúlega óheppilega tiað það var karókí kvöld á pakkhúsinu.. þegar ég sat þarna nánast edrú og hlustaði á þessa hörmung helltist yfir mig þunglyndi og mig langaði helst að hverfa af yfirborði jarðar.. en ég náði að rífa mig upp úr þessu og skríða út... þá leið mér betur.. ég vill bara vara fólk við því að þetta celine dion vonabí fólk sem er að syngja þarna getur gert hluti sem mulder og scully ættu í vandræðum með að skilja...

en allavega þá er ég með eina soltið skrítna sögu sem átti sér stað hérna á akureyri..

það vill þannig til að gunnar nokkur sævars var með í herbergisglugganum hjá sér stóran carlsberg fána einvhern sem hann hafði komist yfir fyrir margt löngu síðan.. (þetta var bara til bráðabirgðar á meðan hann var að sauma blúndurnar og græja slörið:). en allavega þá birtist allt í einu maður heima hjá þeim um helgina (þeir voru reyndar ekki heima en leigjandinn þeirra svaraði) og sagðist vera frá vífilfelli eða einvherju svoleiðist og hann væri kominn til að sækja fánann... þetta væri skrásett vörumerki eða eitthvað búllshit og að þeir ættu þennan fána... síðan fór gaurinn inn og tók fánann.. skildi eftir miða þar sem stóð að þær gætu bara lokið þessu máli eða þá farið með þetta í lögregluna!!! ekki veit ég hvað vakti fyrir þessum manni.. en eitt veit ég þó að þessi fáni var í glugganum hjá gunnari og snéri inn í íbúðina og glugginn snýr inn í garðinn!!! það voru nokkrar spurningar sem ég var að velta fyrir mér. í fyrsta lagi, hefur mann fjandinn rétt á að gera þetta? ef ég á carlsberg lyklakippu ætlar þá þessi ómagi að koma heim til mín og gera hana upptæka? hvernig í andsk vissi mannleysan um fánann? hvað er málið? ég er svo gjörsamlega forviða að ég kem varla upp orði..

ég veit það að gunnar er mikill aðdáandi liverpool sem einmitt auglýsir þennan ágæta bjór og því kæmi það mér ekki á óvart ef hann hefði komist yfir fánann í einni af mörgum ferðum sínum á anfield...

þetta er mál sem þarf að rannsaka betur og ég ætla einmitt að fara í það mál.. ég læt ykkur vita um leið og eitthvað nýtt gerist...

kveðja AndriV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli