12 mars 2003

Einhverjir ósáttir við ummælin

jæja það voru búnar að skapast "blómlegar" umræður um þessi slagsmál í skólanum forðum.. ég hreinsaði til í álitunum þar sem fjöldinn allur af fólki hafði skrifað níð og ekki undir nafni.. það er eitt að skrifa níð um einhvern en annað að gera það nafnlaust... svo var niðrandi ummælum um þessa síðu eytt... einhver sagði að þetta væri sorgleg síða hjá einhverjum sem væri að skrifa um eitthvað sem honum kæmi ekki við.. (sirka ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var orðað) en alla vega til að svara þessu þá segi ég eins og maðurinn "ég er manneskja og ekkert mannlegt er mér óviðkomandi"... segir allt sem segja þarf...

ég er að skrifa hérna inn í glenzkenndum tilgangi og það er alls ekki meining mín að móðga einn né neinn... maður reynir stundum að sjá spauglegu hliðarnar á málunum og það var nákvæmlega það sem ég gerði... það er ekki mitt mál að einhverjar stelpur hafi ekki þroska til að taka öðruvísi á sínum málum en með handalögmálum.. mér finnst það bara fyndið... ég sá að einhver skólastjóri hjá andfætlingum okkar tók upp á það ráð að láta krakkana í barnaskóla útkljá málin í sjómann... það er góð hugmynd sem hjalti ætti að taka til athugunar...

einnig vil ég benda fólki sem hefur þörf fyrir að rakka einhvern niður á heimasíðu þórdunu... þar er spjallborð sem bara er hægt að skrifa á undir nafni og er það gott.. þið geti nálgast síðuna hérna. þið skráið síðan skólanúmer ykkar og lykilorð.. þið sem eruð ekki í vma hafið ekki skoðun á þessu:) ..........

:: Andri 22:15 [+] ::

...

var að spá í að droppa inn smá könnun hérna.. á klósettvenjum fólks.. því miður er könnunin háð þeim annmörkum að ná betur til sterkara kynsins í þetta skiptið en stelpur þið getið alveg tekið þátt samt... ég vil fá að vita hvað mönnum finnst um það hvort maður á að þvo sér um hendurnar eftir að maður fer að pissa...

:: Andri 13:30 [+] ::

...

ég verð aðeins að koma smá fótboltaumræðu.. ég er ekki vanur að tala um fótbolta hérna en ætla gera smá undantekningu í þetta skiptið.. málið er að það er farið að fara óheyrilega í taugarnar á mér hvað allir dómarar virðast vera hliðhollir arsenal þessa dagana.. til að fyrirbyggja misskilning þá viðurkenni ég fúslega að arsenal eru með besta liðið á englandi og þó víðar væri leitað.. það er bara ekki málið.. málið er að í síðustu svona 10 leikjum hjá arsenal er alltaf eitthvað mikilvægt vafaatriði sem er gjörsamlega búið að falla þeim í skaut... búnir að fá fleiri fleiri víti sem eru ekki víti.. menn fá rautt spjald fyrir smámuni og svona má lengi telja.. t.d. rauða spjaldið sem totti fékk í gær.. það var alveg glórulaust.. ég ætla bara að vona að steini jafni sig einhverntíman í sínu ljóta fési eftir þetta "gríðarlega" högg..

í gær sá ég líka svolítið sem ég hef aldrei séð áður svo ég muni.. ítalskt lið að spila í evrópukeppni og það voru ekki ítalirnir sem voru að eyðileggja leikinn með leikaraskap og væli heldur var það lið frá englandi.. að mínu mati þá er arsenal ekki að gera enskri knattspyrnu greiða með þessu háttarlagi.... væl og skæl og leikaraskapur þetta er það sem fékk mig á sínum tíma til að hata ítalska knattspyrnu.. auðvitað eru ítalirnir áfram síðhærðar fyrirsætur og ekki er það til að gera mig að aðdáanda...

þið megið alveg segja að ég sé sár og öfundsjúkur og allt það... það getur vel verið að það sé rétt.. en engu að síður breytir það því ekki að ég hef rétt fyrir mér í þessu (eins og svo oft áður:)

:: Andri 13:05 [+] ::

Engin ummæli:

Skrifa ummæli