19 mars 2003

jæja gott fólk!!

ég lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að það var "brotist" inn í bílinn minn í nótt.. annað skiptið á ferlinum... í gærkvöldi þegar ég var að koma heim þá var ég upptekinn í símanum, með allar hendur fullar og steingleymdi að læsa bílnum (þannig að þetta er eiginlega manneskjunni sem ég var að tala við að kenna:).. og viti menn þegar ég lagði í hann í skólann í morgun þá sá ég mér til mikillar furðu að einhver hafði farið í bílinn og stolið frá mér mörgum krónum.. þá spyr væntanlega einhver "mörgum krónum?" og þá segi ég já því að ómaginn sem fór inn í bílinn minn gerðist svo kræfur að hirða allt klinkið úr öskubakkanum... þetta klink var reyndar að mestu leyti í krónum þannig að ég tel tjónið ekki uppá nema svona 200-300 kell.. ómaginn má nú samt eiga það að hann tók ekkert annað úr bílnum sem var þar td. diskar, spilari, brillur og margt fleira.. ég veit að nágranni minn hann stebbi lyng lenti í svipaðri lífsreynslu fyrr í vetur... þá fór óprúttinn aðili í bílinn hans, tók allt úr öskubakkanum nema bíllyklana!!!! skál fyrir því

Engin ummæli:

Skrifa ummæli