17 mars 2003

Kominn aftur

eins og þið sjáið þá er ég ekkert búinn að blogga síðan á fös... það var nebbla svo mikið að gera í barnapössun.. ég gerði nákvæmlega ekki neitt í r-vík sem er þess vert að minnast á það... nema kannski glóðvolgur hlöllabátur:)

annars á ég eftir að heyra í lýðnum hvort menn hafi verið mjög fullir um helgina.. er búinn að frétta af nokkrum sem voru nálægt því að komast yfir strikið..

var að heyra að einhver sá einhverstaðar á einhverju bloggi umræðu um söngvakeppni framhaldsskólanna á akureyri.. það var eitthvað verið að tala um að koma til akureyrar og rústa höllinni og skólunum og ég veit ekki hvað og hvað... ef einhver hefur rekist á þetta þá má sá sami endilega benda mér á þessa síðu.. gæti verið fróðlegt að sjá þetta...

...

annars var voða gott að arsenal skildu tapa um helgina.. setur smá líf í síðustu umferðirnar í enska boltanum.. ekki það að ég held ennþá að arsenal verði meistarar þannig að.. ég vil endilega biðja þá sem eiga eftir að taka þátt í könnuninni að taka þátt... þitt atkvæði getur skipt máli:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli