14 mars 2003

Staddur í borginni

þið veltið því væntanlega afhverju ég er vakandi núna og það er ástæða til.. var nebbla að skutla gömlu hjónunum sem eru að fara til köben.. og þar sem ég þarf að vekja allan krakka skrílinn þá ætla ég ekki að fara að sofa fyrr en eftir að þau fara í skólann... (ps þið sem lesið þetta fyrir hádegi megið hafa það í huga að ég er steinsofandi:)

en allavegana þá er eitt og annað sem mig langar að ræða..

til dæmis sú nýjung í íslensku útvarpi að gefa hass í verðlaun í staðinn fyrir pítsu eða einhvern annan viðbjóð.. það eru þeir félagar dr. gunni og sigurjón kjartans sem tóku upp á því að gera þetta.. þetta hefur vakið mikla umræðu um hversu gáfulegt þetta er.. sigurjóni fannst þetta bara fyndið og sagði að það væri fróðlegt að heyra fólk þiggja hass í beinni og gefa upp nafnið sitt og allt það fyrir alþjóð (sem er nottla ekkert alþjóð því það eru ekki allir sem hlusta eða hafa tækifæri á því að hlusta!!) það væri nottla fyndið ef einhver heims gelgja myndi hringja inn og mamma gamla eða amma myndi heyra..

:: Andri 07:00 [+] ::

síðan er eitt.. er einhver sammála því hjá mér að bandaríkjamenn eru óþolandi þjóð.. (það er kannski remba að dæma heila þjóð en ég ætla samt að gera það) öll þessi umræða um stríð og allir sem sjá ekki ástæðu til að sjúga rassgatið á búss eru bara fífl (halldór okkar ásgríms er því ekki fífl á bandarískan mælikvarða) en allavega þá er maður búinn að heyra svo fáránlegar sögur.. td að bandaríkjamenn eru hættir að borða franskar-kartöflur heldur borða þeir núna "frelsis-kartöflur" og ristað brauð hjá þeim (sem heitir french toast) heitir núna eitthvað frelsis-brauð.. síðan nottla er búið að vera í fréttum að margir veitingastaðir eru hættir að bjóða uppá frönsk vín og ég veit ekki hvað og hvað.....

síðan tók steininn úr þegar ég heyrði það nýjasta.. einhver þingkona í landi hins frjálsa manns ætlar að setja fram frumvarp þar sem miðar að því að líkamsleifar bandarískra hermanna, sem létust í frakklandi í heimsstyrjöldunum, verði fluttar til bandaríkjanna og jarðsettar þar... það er nottla ekki hægt að bjóða dauðum könum að liggja grafnir í landi sem "styður" hryðjuverk og er eitt af öxulveldum hins illa... þetta er orðið svo öfgakennt að maður veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að enda!!!

það kæmi mér ekki á óvart þó að það kæmi viðskiptastríð á milli usa og evrópu þar sem menn myndu keppast við að sniðganga vörur frá hinum.. ég ætla því hér með að skora á alþjóð (sama og áðan) að sniðganga allar bandarískar vörur í einn dag og sjá hvort það sé líf án usa!!! (ég er ekki að ætlast til að þið drekkið pepsí en mix kannski eða appelsín sleppur nú alveg í einn dag:)

:: Andri 07:13 [+] ::

Engin ummæli:

Skrifa ummæli