27 mars 2003

Stríðið í gangi

í sambandi við þetta stríð þá verð ég að segja eitt.. mér finnst það frekar dularfullt hvað það er ekkert sem kemur könunum á óvart!! ég meina alveg sama hvað írakarnir berjast það er alltaf eitthvað sem þeir bjuggust við, þeir ætluðu að nota einn kaffitíma í að ná írak og eru langt frá því að verða búnir en það er ekkert sem kemur á óvart... af þessum 100 eða hvað þeir eru margir bandamenn sem hafa dáið þá hafa c.a. 70% af þeim dáið af völdum annara bandamanna en það kemur ekki á óvart, þeir eru búnir að drepa saddam svona 5 sinnum og særa hann svipað oft en það kemur ekkert á óvart þó hann sé enþá á lífi.. það virðist ekki nokkur skapaður hlutur koma þeim á óvart..

síðan er annað... þeir fundu á einhverju sjúkrahúsi eiturefnagalla og mótefni og eitthvað þannig drasl og sögðu að það benti til þess að írakar ætluðu að beita efnavopnum.. það kemur mér alls ekki á óvart ef írakar gera það enda er saddam nottla fífl sem svífst einskis... en það er hins vegar annað mál að það kæmi mér persónulega ekki á óvart þó svo að kanarnir væru að setja þetta upp.. þ.e. að þeir hefðu komið þessu fyrir í þeim tilgangi að sverta her íraka og í leiðinni réttlæta enn frekar inrás sína í írak.... það á væntanlega aldrei eftir að koma í ljós hver sannleikurinn er í þessu máli því að flestir fjölmiðlar sem þarna eru eru á vegum usa og fá ekki að birta neinar fréttir nema í samráði við þá....

:: Andri 13:05 [+] ::

...

ég hef tekið þá ákvörðun að skella mér á dávaldinn sem verður á hótel húsavík á fös kvöldið.. og ég skora á sem flesta að mæta.. ég reikna fastlega með því að þetta verði með því fyndnara sem maður hefur séð... sá hann í fólk með sirrý í gær (sem er nota bene leiðinlegur þáttur og það var algjör tilviljun að ég sá þetta) og hlóg mikið... vil taka það fram að þátturinn er endursýndur í kvöld kl 18:30 og þar getur fólk séð þetta og svona c.a. hvernig þetta virkar... það er ágætt að vera með fjarstýringu við hönd og geta skipt á milli til að þurfa ekki að horfa á sirrý vera röfla... þetta er í endan á þættinum... sá bara þetta trúið mér:)

:: Andri 13:37 [+] ::

Engin ummæli:

Skrifa ummæli