08 apríl 2003

Dónar á Húsavík

það má nú segja að eitthvað hafi gers á fögru-vík um helgina... löggan tók einhverja dóna með þó nokkuð magn af dópi.. mér er ekki kunnugt um hverjir voru þarna að verki og nenni varla að bíða þangað til í desember eftir að lesa það á "héraðsdóm norðurlands eystra" vefnum þar sem allir dómar birtast.. því eru allir þeir sem vita eitthvað um málið visamlegast beðnir um að láta mig vita hverjir þetta voru þannig að ég geti komið því á framfæri hverjir eru sölumenn dauðans í okkar fagra bæ:)

annars er ég að vinna í því að setja inn spjallsíðu þannig að dyggir og digrir og ég veit ekki hvað og hvað lesendur geta tjáð sig um það sem þeim finnst... og commenta kerfið verður þá meira fyrir skoðun fólks á þeirri umræðu sem er þar í gangi!!

eins og glöggir lesendur geta séð þá hef ég breytt aðeins útlitinu á síðunni en ekki alvarlega þó..

vinstra megin getið þið skoðað helstu linkana mína, sent mér póst eða farið á spjallborðið.. vonandi er þetta til bóta....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli