11 apríl 2003

ég get ekki annað en leyft alþjóð að sjá eina mynd sem mér barst í dag..

höf er kr.breiðfjörð og er þetta verkefni úr skólanum!!! þessi maður minnir mig helst á loka úr hávamálum, loki gat einmitt brugðið sér í allra kvikinda líki rétt eins og breiðfjörð.. myndina getið þið skoðað hér

:: Andri 14:39 [+] ::

ég tók próf áðan á netinu sem átti að segja mér hvar ég stæði í pólitíkinni... það kom út úr því að afstaða mín samræmist samfylkingu 71%, frjálslyndum 50%, sjálfstæðisflokki 36%, framsókn 21% og vinstri grænum 14%....

þetta eru svo sem ekki sláandi niðurstöður þar sem fátt kemur á óvart. það er einna helst sem slær mig út af laginu hvað ég er "mikill" vinstri grænn í mér!!! 14% er miklu meira en ég get sætt mig við... en það er í lagi þar sem þeir fá ekki mitt atkvæði í vor...

ég vil hvetja fólk til að taka þetta próf og segja niðurstöðurnar í commentunum fyrir neðan.

þið getið tekið prófið hérna

:: Andri 16:32 [+] ::

Engin ummæli:

Skrifa ummæli