07 apríl 2003

Góð helgi

jæja knútur!

fólk var greinilega eitthvað að djamma um helgina... myndirnar af djammsíðunum segja okkur það!! við áttum okkar fulltrúa á akureyri eins og sjá má hér,hér og hér...

þið getið skoðað myndir af djamminu á ak með því að klikka hérna

annars var líka eitthvað djamm á húsavík... ég lét það duga, fyrsta djammið mitt í meira en mánuð vinur!! það var bara nokkuð gott.. byrjaði í partýi hjá hödda lyng þar sem við horfðum á iron maden tónleika á dvd... geysilega flott hljómsveit og þeir sem eru að fara á kelduna í sumar eru öfundsverðir... við horfðum líka á eróbik dvd með scooter... hann er ekki jafn góður og iron maden!!!

einnig heyrði ég aðeins í magga mók í mínum bekk, á lau kvöldið... hann var í geysi góðum fíling í partýi þar sem stór hluti af krökkunum í mínum bekk sem búa í borginni var að skemmta sér saman... leiðinlegt að missa af því... það verður gaman að hitta þessa krakka einn góðan veður dag og sjá & heyra hvað þeir eru að bralla í daglegu lífi.. það er of langt í 10 ára fermingarafmælið þannig að ég mæli með að það verði sett á fót nefnd sem skipuleggur gott teiti í sumar!!! og hana nú

Engin ummæli:

Skrifa ummæli