02 apríl 2003

Óheppinn Stjáni

ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að blogga eitthvað núna... vonum bara að það virki...
fyrir það fyrsta þá virðist vera hafið smá stríð á milli Badda og Stjána Júl.... þannig er mál með vexti að Baddi var með sleikjó sem hann var búinn að maka á einhverri sósu sem er margfalt sterkari en tabasco sósa og ætlaði að fara byrla einhverjum en þá vildi ekki betur til en Stjáni stal af honum sleikjónum og hefndist fyrir það því hann logsveið í kjaftinn á eftir.... Stjáni var auðvitað ekki ánægður með þetta og kenndi Badda alfarið um og ákvað að hefna sín... hringdi hann því í Pedda (pabba Badda) og tjáði honum það að Bjarni væri byrjaður á föstu með ungri hnátu sem hann á að hafa veitt gistingu um helgina.. einnig sagði Stjáni við Pedda að þau myndu ríða eins og kanínur allan daginn... ég veit ekki hvernig Peddi brást við ef hann þá gerði það en Stjáni telur sig hafa náð fram hefndum.. Baddi var að sama skapi ekki ánægður með Stjána því það var jú Stjáni sem stal sleikjónum af honum... en svona er þetta...
annars hvíslaði lítill fugl að mér einni mynd og sagði að það væri húsvíkingur staddur á henni... ég læt ykkur um að dæma um það og sjá út hver það er... myndin er hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli