14 apríl 2003

Páskafrííí

kallarnir!!!

gaman að vera kominn í páskafrí maður... ég ætla njóta þess að sofa og hanga í tölvunni eins mikið og ég get...

annar virðist shell vera búið að vinna stríðið í írak, það virðist samt sem þær ætli ekki að láta staðar numið... þeir eru núna komnir inn í írak sem er umlukið arabalöndum, þar eru þeir með helling af mönnum og vopnum.. ef ég væri í risk þá myndi ég ekki hætta þarna heldur reyna ná sýrlandi og sádí arabíu í vestri að súez skurðinum til að byrja með.. síðan myndi ég taka þessi ríki í suðri (yemen & oman)og vinna mig síðan í norður.. þ.e. sameinuðu arabísku, quatar, brúney og kúveit... þar myndi ég staldra aðeins við..

kæmi mér ekki á óvart þó svo að simpasinn (búss) væri einmitt að spila þessa rullu.. allavega eru þeir félagar farnir að vara sýrlendinga við því að ef þeir gera eitthvað þá verður þeim refsað.. þeir (usa, cia, fbi, síbs) hafa nefnilega áreiðanlegar heimildir fyrir því að sýklavopnin (sem þeir höfðu á sínum tíma áreiðanlegar heimildir fyrir að væru í írak) væru komin til sýrlands!!! síðan þegar þeir verða búnir með sýrland (undir yfirskyninu að sýrlendingar myndu styðja hizbolla skæruliða (veit ekki hvernig það er skrifað)) þá verða þeir örugglega með örugglar heimildir fyrir því að vopnin væru komin til.... og ætla ráðast á þá næst o.s.frv. o.s.frv.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli