03 apríl 2003

Smá pæling

fékk senda áðan smá pælingu sem er nokkuð góð!!!

hvernig er heimurinn að verða þegar besti rapparinn er hvítur, besti golfarinn er svartur, stærsti nba leikmaðurinn er kínverji og þjóðverjar vilja ekki fara í stríð???

hvað er að verða um þennan heim?

annars er ég búinn að vera spila frábæran leik sem heitir couronne eða bob á íslensku.. þið finnið þennan leik á batman.is... ef einhver þorir í mig þá má hann bara skora á mig og við finnum tíma... hef ekki tapan ennþá....

það er svo stutt í páskafrí að manni blöskrar bara við tilhugsunina... ekki það að það sé ekki gott að fara í frí heldur það að þegar fríið er búið þá koma helv. lokaprófin sem er slæmt mál... tíminn flýgur frá manni áður en maður veit af sagði fróður maður og ég get alveg verið sammála honum....

:: Andri 16:09 [+] ::

ég horfði á ísland í dag í kvöld og varð geysilega pirraður.. þannig var málið vaxið að þar voru stödd guðjón arngrímsson upplýsingafulltrúi flugleiða annars vegar og einhver ömuleg kelling sem er formaður kvennréttindasamtaka íslands hins vegar ásamt snorra má skúla sem stjórnaði umræðunum... umræðurnar snérust um það hvort flugleiðir væru að auglýsa kynlífsferðir til íslands með því að auglýsa one night stand og dirty weekend og eitthvað búllshit.... guðjón viðurkenndi það alvega að þetta væru tvíræðar auglýsingar (sem þær eru nottla) en sagði hins vegar að markhópurinn væri ekki ungt fólk heldur eldra fólk sem væri að ferðast á milli ameríku og evrópu og millilenti á íslandi.... sem sagt að reyna fá það fólk til að staldra við í skamman tíma... þá spurði konan alveg eins og flón afhverju hefðu auglýsingarnar verið með myndum af ungu myndalegu fólki? þá hugsaði ég "djöfull er hún heimsk þessi helvítis gæra"... er það ekki vitað mál að allar auglýsingar sem beinast að fólki eldra en svona 12 ára snúast um fegurð og flott útlit og kynþokka og allt það dæmi? það skiptir engu máli hvort það sé verið að auglýsa kaffi, bíl, flugferðir, eða eitthvað annað... kynþokki selur.. það er bara staðreynd... og því gat gæran ekki ætlast til þess að guðjón svaraði þessari spurningu með skynsamlegum hætti...

gæran var síðan alltaf að hjakkast á því að flugleiðir væru að selja kynlífs ferðir til íslands og gera lítið úr íslensku kvenfólki með því að gefa í skyn að það væri lauslátt!!!!

mér er spurn.. er íslenskt kvenfólk ekki lauslátt? er ekki auðvelt fyrir menn að fara í bæinn og fá sér að ríða (það er reyndar auðvelt fyrir kvenfólk líka en það er annað mál)??? jú og jú.. íslenskt kvenfólk er lauslátt og það er bara ekkert meira með það...

:: Andri 22:31 [+] ::

Engin ummæli:

Skrifa ummæli