10 apríl 2003

Spjallið slær í gegn

spjallið er strax búið að slá í gegn.. eins og þið getið séð þá er allt að fyllast af einhverjum skemmtilegum umræðum..

annars er ýmislegt að frétta úr hinum stóra heimi.. þar má helst nefna að kaninn virðist vera ná völdum á bagdad þannig að írakarnir virðast vera búnir á því.. það má hins vegar ekki vanmeta menn eins og saddam því hann er til alls líklegur.. fyrir mér er það bara ótrúlegt að hann sé ekki enn búinn að beita efnavopnum.. mig grunar að það komi að því... síðan er þessi inflúensa sem er að ganga í asíu.. hún drepur fólk hiklaust.. ég las um þessa veiki í lifandi vísindi fyrir nokkrum árum.. hún hét reyndar eitthvað annað (minnir að það hafi verið hænsna eitthvað).. þar var verið að fjalla um banvæna inflúensu sem birtist sem hálfgerð lungnabólga.. þá var sagt að who (alþjóða heilbrigðisstofnunin) óttaðist þessa veiki og í raun biði eingöngu eftir að hún færi af stað, það væri semst bara spurning um tíma ekki hvort hún kæmi...

við skulum bara vona að þetta komi ekki á frónið því þá erum við í djúpum skít.. allavega borgarbúar... við dreifararnir myndum bara setja vopnaða verði sitthvoru megin við bæinn og einangrast!!

...

síðan svona á meðan ég man þá er stjáni júl kominn á sinn "heimavöll" og búinn að næla sér í dömu.. hann var ekki lengi að ná sér upp úr sambandsslitunum og komast af stað aftur... þetta er mjög gott mál og vil ég fyrir hönd andri.tk óska kristjáni og spúsu innilega til hamingu... og megi þetta samband endast vel og lengi!!

fyrst maður er farinn að óska á annað borð þá er ekki úr vegi að óska baldri mývetningi til hamingju með að vera valinn í landsliðið.. og hef ég fulla trú á því að hann standi sig vel... engu að síður breytir þetta engu um það að þegar ég flyt aftur í the red house þá verð ég húsbóndinn, bý í stóra herberginu og held á fjarstýringunni.. það er reyndar annað mál!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli