02 maí 2003

það er líka gaman að segja frá því (það getur vel verið að þið séuð öll búin að heyra þetta en ég var ekki búinn að því) að ívar "fullkomni" guðmundsson sem er með geysilega skemmtilegan dægurþátt á bylgjunni sem er mjög skemmtileg rás lenti í því óláni um síðast liðnu helgi að hann gleymdi að endurnýja lottó miðann sinn og viti menn hann varð af potti upp á 18 mills.... ekki slæmt það...

það sem gerir þessa frétt skemmtilega er það í 1. stað þá var þetta ívar guðmunds, í 2. stað þá er hann leiðinlegur, í 3. stað þá heldur hann að hann sé hinn fullkomni maður (sem hann er greinilega ekki), í 4. stað þá flytur hann heimskufrétt dagsins í hverjum þætti hjá sér þar sem hann gerir grín og hæðist af einhverjum óláns manni sem hefur misstigið sig og hlær af honum hvað hann sé heimskur.. þannig að ef þetta er ekki sönnun um það að guð er til þá veit ég ekki hvað!!!

...

ég hafði það af að skrölta til ak og fara í skólann.. það er eiginlega enginn skóli samt.. helmingurinn af liðinu er í einhverjum asnalegum búningum og blindfullt og hinn helmingurinn er að velta því fyrir sér hvað á að læra til prófs...

það er eitt sem ég á erfitt með að þola!! kennara sem geta ekki sagt hvað er til prófs og hvað skuli leggja áherslu á!! oftast eru kennarar ekki það grumpy að þeir geti ekki sagt hvað þeir leggja áherslu á til prófs.. en núna er ég með einn svoleiðis.. ég spurði "hvað á að læra fyrir prófið?" þá svarar hann "nú, efnið sem við höfum farið í í vetur!" ég: "er ekkert sérstakt sem þú leggur áherslu á?" hann: "nei, en við sleppum sölku völku" (sem er nota bena vegna þess að við tókum 3 próf og 4 verkefni upp úr henni þegar við vorum að lesa hana!!! þannig að núna sit ég uppi með heila íslensku kennslubók af verri gerðinni til að lesa frá a-ö og síðan einhvern helling af ljótum og asnalegum ljóðum og ég veit ekki hvað og hvað... svona er nú ísland í dag!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli