13 maí 2003

Kosningar afstaðnar

jæja þá er ég loksins tengdur og hef einhvern tíma til að skjóta inn bloggi!!

það má segja að helgin hafi verið viðburðarík.. það voru nottla kosningar eins og flestir vita og að mínu mati voru niðurstöðurnar ekki nógu góðar.... en ég ætla ekki að fara röfla um einhverja pólitík hérna þó svo að ég nenni því alveg því ég held að það nenni fáir að lesa það...

en annars hérna um helgina var nottla kosninga vaka í bænum.. hver stjórnmálaflokkurinn í sínu horni!! skemmst frá því að segja að það var einn flokkur sem seldi inn á kosningavökuna sína og það var íhaldið!! (sjálfstæðisflokkurinn fyrir þá sem ekki kunna þessi uppnefni).. það fannst mér nokkuð gott í ljósi þess hversu mikið góðæri er hérna á íslandi og allt í blóma að þeir skuli ekki getað haft frítt inn eins og aðrir.. en alla vega þá tók ég rölt á milli ásamt stebba lyng.tk og byrjuðum við á samfylkingunni.. það var klukkan 22 þegar fyrstu tölur voru að birtast. það var ekki mikið af fólki en stemmningin var ágæt þegar fyrstu tölur höfðu komið fram.. næst röltum við á sölku þar sem íhaldið var.. fólk var nokkuð ánægt þar en eins og hjá x-s þá var ekki mikið af fólki.. því næst röltum við niður í skýli þar sem framsókn var með sína vöku.. þar var mikið af fólki og ljómandi góð stemmning... reyndar var mikið af fólkinu þarna undir kosningar aldri en það breytir engu.. að lokum fórum við á bauksa (sem er einmitt besti pöbb í heimi) þar sem græningjarnir í vinstri grænum héldu til.. stemningin var ágæt þar en fólk kannski aðeins vonsvikið með tölurnar....

allavega þá enduðum við á bauknum og héldum þar til ásamt mjög mörgum öðrum og held ég að flestir hafi verið þar þegar líða tók á kvöldið (veit reyndar ekki hvernig var á hótelinu)..

eftir að bauksa lokaði um klukkan 3 þá var veðrið helv. gott og fólk því engan vegin á leiðinni heim.. heldur safnaðist fólk saman og fór að slást!! reyndar var ekki mikil alvara í þessu framan af heldur var þetta bara spennufall eftir kosningar að ég held... sumir urðu blóðugir en allt fór þetta nokkuð friðsamlega fram..

það er ekki hægt að enda þennan pistil án þess að minnast á það að baddi svaf ekki einn um nóttina og átti ekki langa ferð heim næsta morgun!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli