01 maí 2003

Lifði af

jæja.. ég náði að halda mig frá ljósinu þó svo að það togaði sterkt í mig!!
og fyrst núna er mér að að byrja batna á hvínandi ferð.. mér reiknast svo til að ég sé búinn að vera með einar 240°c síðustu 6 daga eða að jafnaði 40 stykki á dag!!! ég viðurkenni það líka alvega, þó svo að ég hefði ekki átt eftir að trúa því fyrir stuttu síðan, að ég mældi mig með rassmæli!!!!! oft á dag!! og það var bara ekkert svo slæmt og stoltið er ekkert sært.. ég meir að segja nýtti bara tímann og talaði í símann og svoleiðis á meðan ég var að mæla.
en yfir í aðra sálma.. þar sem ég er búinn að liggja í rúminu með hita og nánast heyrnalaus þetta lengi þá veit ég ekki neitt í minn haus þessa dagana.. reyndi að fylgjast með fréttum en skúbbið frá húsavík kemur ekkert á rúv!! ég hef því ekki mikið að segja akkúrat þessa stundina en það kemur vonandi með dögunum..
er að fara í próf á mán, mið & fim og síðan löngu seinna.. er ekki búinn að mæta í skólann síðan í byrjun apríl.. það voru þarna tveir dagar eftir páskafrí, ég mætti bara annan þeirra og síðan ekki sögunni meir... það mætti segja mér að ég mætti vera helv. góður til að ná þessum prófum öllum í fyrstu atrennu... en það kemur í ljós:)
kveðja Andri V

Engin ummæli:

Skrifa ummæli