06 maí 2003

Mjög busy

jæja kids!! ég blogga frekar óreglulega þessa dagana vegna þess að ég er staddur í miðjum lokaprófum og get því ekki gefið mér tíma til að skrifa hérn hvenær sem er.. en kvíðið ekki, jesús sagði "látið börnin koma til mín" og þá þá sagði steini njáls "hvað er þetta maður sérðu ekki að þau eru upptekin?"
var að lesa þær slæmu fréttir að habl eða heilkenni alvarlegrar bráðalungnabólgu eins og veiran heitir á íslensku hafi plantað sér niður á finnlandi... þetta þýðir að veiran er komin mjög nálægt íslandi og styttist því í að hún komi hingað!!! haraldur briem (sem er ekkert skyldur sigga) segir að þessi veira eigi eftir að koma hingað spurningin sé bara hvenær.. ég mæli með því að allir íslendingar fresti því að fara til útlanda (líka þessar grúppíur sem ætla á hróarskeldu).. síðan bönnum við öllum að koma til landsins og verðum eina heilbrigða þjóðin í heiminum eftir svona 6 mánuði.. þá verður líka bush kominn í stríð við veirunna og getur það haft alvarlegar afleiðingar... við ættum síðan á endanum að geta náð heimsyfirráðum!!! ég var bara svona að pæla....
annars er ég geysilega kvefaður ennþá og það virðist ekkert lát vera á fagurgræna úrgangnum sem lekur úr nebbanum á mér.. svona er þetta bara og það þýðir ekki að gráta björn bónda heldur safna liði og berjast.. það er einmitt það sem ég ætla að gera..
kveðja Andri V

Engin ummæli:

Skrifa ummæli