18 ágúst 2003

hefur einhver tekið eftir því...

að það er alltaf reglulega í fréttum eitthvað um að hinn og þessi hafi sagt af sér... yfirleitt eru þetta stjórnmálamenn og einhverjir leiðtogar, þó stundum bara yfirmenn í stórum fyrirtækjum... bara núna í dag sá ég að landlæknir í frakklandi sagði af sér vegna þess að hann var harðlega gagnrýndur fyrir að bregðast ekki nógu vel við í hitabylgjunni sem reið yfir evrópu á dögunum... svona fréttir sér maður í hverri viku. en það er eitt sem er alveg ótrúlegt og það er það að þessar fréttir koma aldrei frá íslandi.. þá meina ég aldrei... það virðist vera alveg sama hversu heimskulega hluti fólk í opinberum stöðum gerir að því er alltaf fyrirgefið eins og ekkert sé!!! ég meina, ég hef ekkert á móti því að fyrirgefa fólki fyrir einhver hliðarskref, en þó ekki fyrr en það hefur tekið út sína refsingu, sem er oftar en ekki sú að missa vinnuna og þar af leiðandi eftirlaunin og allt það...
árni johnsen sagði reyndar upp og fékk laun í 4-5 mánuði frá því að þetta kom fyrst í fréttum... málið er bara það að í eðlilegu landi hefði árni ekki þurft að segja upp heldur hefði hann verið rekinn með skömm og ekki fengið laun deginum lengur!!!

málið er bara það að "miðað við höfðatölu" eru íslendingar örugglega fljótastir í heimi að gleyma hlutum... það er t.d. þekkt í kosningarbaráttum að ljúga og lofa eins og skrattinn sjálfur, síðan þegar að því kemur að uppfylla loforð og standa við sitt þá skiptir það ekki máli því það eru nánast allir búnir að gleyma hverju var lofað!! þessar örfáu hræður sem muna loforðin og minnast á það eru bara að nöldra og eru sérvitringar...
síðan eru allar erfiðustu ákvarðanirnar, sem stór hluti þjóðarinnar verður óánægður með, teknar á fyrsta árinu eftir kosningar því að lýðurinn verður búinn að gleyma í næstu kosningum!! t.d. fresta göngum í héðinsfirði, og línuívilnun fyrir vestan, veiða hval og ég veit ekki hvað og hvað....

svona er bara ísland í dag.. bananalýðveldi!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli