13 ágúst 2003

Mærudagar

ég verð að viðurkenna það að ég er ekki búinn að vera duglegur að blogga núna í sumar, en það lagast vonandi með haustinu!!!
annars voru geysilega góðir mærudagar um síðustu helgi.. mikið af brottfluttum létu sjá sig og það var geysilegt stuð í bænum... það hefur ekki sést annar eins mannfjöldi í bænum í mörg ár eins og var á fös kvöldið.. eitthvað færra var af fólki á lau en þó slatti af liði...
ég má til með að koma aðeins inn á það hvað kristján loftsson sjálfstæðismaður og hvalveiðikall er ótrúlegur maður.. hann var í kastljósinu síðasta sunnudag ásamt einhverjum kalli sem gerir út hvalaskoðunarbáta, og hvernig karl fíflið lét var með ólíkindum.. hrokafyllri mann hef ég ekki séð í langan tíma... hann sagði svona c.a. beint og óbeint, þið eruð öll fífl og það eru allir hálvitar nema ég.. rakkaði allt og alla niður eins og fífl...
ég ætla að vona að watson komi aftur og sökkvi hvalveiðibátunum hans eða sprengi þá... fyrir þennan þátt var ég ekki fullkomnlega búinn að gera það upp með mér hvort ég væri með eða á móti hvalveiðum.. það eru rök fyrir báðu.. en eftir að hafa séð þetta ógeð þá get ég ekki annað en verið fullkomnlega á móti hvalveiðum svo framarlega sem hann kemur nálægt þeim (sem verður alltaf því að hann er sjálfstæðismaður og dælir mörgum mills í þennan flokk á hverju ári)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli