20 ágúst 2003

Íslenskir dómstólar

annars má ég til með að koma aðeins inn á þennan umtalaða kynferðisdóm sem féll hjá héraðsdómi vesturlands núna í vikunni. fyrir þá sem ekki kannast við málið þá var þetta þannig í fáum orðum að karlmaður um sextugt misnotaði unga stúlku kynferðislega frá 7 ára aldri til 11 ára, eða í rúm 4 ár. maðurinn var náinn fjölskylduvinur og notfærði sér það óspart.. niðurstaða dómsins var sú að refsa manninum en þó ekki alvarlega!!!!! hann fékk einungis 3 ár í fangelsi og þurfti að borga stúlkunni 500 þús. í sekt!!!! hvað er að???? þar sem dauðarefsingar eru ekki leyfilegar þá skil ég það að hann sé ekki dæmdur til dauða en 3 ár!! það er aðeins meira en árni johnsen fékk (sem var reyndar alvega mjög sanngjarnt).. þetta liggur við að vera fyndið!! sá á vef héraðsdóms norðulands dóm þar sem einhver vanþroska gaur saug getnaðarlim á 9 ára strák.. ef ég man rétt var hann dæmdur í 10 mán. í grjótinu.. ég ætla ekki að dæma um hvort það sé of mikið eða lítið en ef maður miðar við að það sé eðlilegt þá er það greinilegt að fyrrnefndi dómurinn er allt of vægur... þar erum við ekki að tala um 1 skipti heldur 4 ár. það er með þetta eins og svo margt annað í dómskerfinu að uppsöfnuð brot leiða af sér hlutfallslega lægri dóma.. það getur ekki verið rétt að haga þessu þannig....
að mínu mati hefði þessi maður átt að fá, að algjöru lágmarki, svona 50 ár í grjótinu án möguleika á að sleppa fyrr út.. það er bara einfaldlega ekkert með svona menn að gera á götum úti og plús það að það hefur sýnt sig að þessir menn "koma alltaf aftur".. það væru einhverjir karlmenn sem myndu lifa betra og áhyggjulausara lífi í dag ef t.d. steingrímur njáls hefði strax verið settur í fangelsi í langan tíma!!!

það væri gaman ef þið mynduð segja ykkar skoðun á þessu og t.d. hvað ykkur finnst að maðurinn ætti að eyða löngum tíma í fangelsi!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli