27 ágúst 2003

veiða eða ekki veiða!!!

ég sá að stórvinur minn hann kristján júlíusson var að reyna fræða mann og annan um það hvenær maður er að veiða og hvenær að drepa... (allt svo að við veiðum hval ekki drepum hann, því við ætlum að borða hann s.b.r. þorskur er veiddur en ekki drepinn), ég get svo sem fallist á þessi rök að einhverju leyti en ég á þó erfitt með að átta mig á því hvort hannibal lecter, hinn stór geðveiki karakter, hafi þá verið veiðimaður eða morðingi!! hann borðaði jú það sem hann "drap" (eða veiddi)
ég verð eiginlega að spyrja stjána út í þetta..
annars gæti þetta verið undantekningin sem sannar regluna þó svo að undantekningar sanni ekki reglur heldur afsanni þær!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli