24 september 2003

hvað er svona merkilegt við það.... að vera karlmaður?

ég veit ekki á hverju ég á að byrja en lagið er allavega gott!!!
djöfull eruð þið sem sáuð ekki ísland í dag í dag óheppin því að þegar stúlkan kom með talandi páfagukinn, það var alveg snilld.. ég er alveg búinn að ákveða að fá mér einn svona við fyrsta tækifæri... og bara að kenna honum að blóta og klæmast... þá verður gaman að koma í heimsókn til mín..
en allavega þá röflaði þessi alveg eins og hann fengi borgað fyrir það.. "ojj, ertu búinn að kúka á gólfið?", "hóst, hóst, afsakið", "góða nótt" og ég veit ekki hvað og hvað... ég er meir að segja búinn að ákveða hvað hann (auðvitað verður þetta karl) á að heita.. því að hann á að heita GJAMMI.. sem er nafn sem hefur prýtt nokkra "gjammara" í gegnum tíðina..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli