28 október 2003

Allir brjálaðir?

jæja núna er einhver sár!!! síðasta bloggið mitt hefur hitt einhverja á viðkvæman stað eins og þið getið séð hér..
ekki veit ég hvað þrölli þrjú á við með þessu svari!! "Taktu þig nú á og byrjaðu að hugsa áður en þú skirfar á bloggsíðuna þína"
ég segi nú bara eins og maðurinn "ég hugsa og þess vegna er ég" !! hvað á herra 3k við? getur einhver sagt mér það? ég sagði ekkert ljótt um fm957.. sagði bara að mér finndist þetta óþolandi hvernig þessir gaukar babbla einhverja vitleysu til að fylla inn í intro-ið .. og mér finnst það óþolandi ennþá..
ég er búinn að vinna í mörg ár í rækjuverksmiðju og veit því alveg hvað h.r. 3,0 á við!!!
ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu babbli.. hann stekkur úr einu í annað eins og hann viti nákvæmlega upp á sig sökina.
ef það er svona mikið að gera við að svara litlum gelgjum sem skrifa tölvupóst og hringja, afhverju sleppa þeir ekki bara tilgangslausa gjamminu og leyfa öllu laginu að spilast?? það er góð spurning..
þeir félagar í ding dong fylgja þessum "reglum" mjög takmarkað en þó er það fínn þáttur sem er eflaust einn af þeim vinsælli á stöðinni (hef samt ekki hugmynd, held það bara) þannig að það hlýtur að segja þessum mönnum eitthvað.... svo er annað sem er það að á rás 2 er þetta gert í takmörkuðu mæli að babbla inn í lögin og þó er það stór útvarpsstöð og reyndar miklu stærri en fm957... þannig að því miður þrölli þristur þú þarft ekki að vera sár við mig.. þetta er bara svona og þú veist greinilega upp á þig sökina, því þú gast ekki svarað þessu bloggi bara eðlilega heldur þurftiru að koma með skítkast.. ég var ekki með skítkast.. sagði ekkert ljótt um þessa stöð (sagðist hlusta oftar en æskilegt er, sem er satt því playlistinn er svo stuttur að það er ekki hollt að hlusta svona mikið á sömu tónlist) þetta var eingöngu mín skoðun og það að ég birti mína skoðun opinberlega þýðir ekki að ég hugsi ekki...
kveðja Andri V

Engin ummæli:

Skrifa ummæli