09 október 2003

mér finnst það....

..frekar skrýtið hvað þessi loforð hjá ríkisstjórninni um skattalækkannir eru orðin nánast að engu þegar kjörtímabilið er svo að segja varla hafið! það á auðvitað ekki að lækka skatta fyrr en í lok kjörtímabils eða árið 2007.. sem þýðir það að skattalækkannirnar verða ný komnar til þegar kosningar hefjast að nýju.. þá segja þessir flokkar við lækkuðum skatta um þetta mikið á kjörtímabilinu og eru þar með að nota sama kosningaloforðið tvisvar í röð.. síðan ef nýr meirihluti tekur við þá þarf hann að taka við afleiðingum skattalækkunarinnar sem gæti orðið lítið en gæti líka orðið einhver.. þ.e. niðurskurður hér og þar og þess háttar...

en til að byrja með þá ætla þeir að hækka skatta... og það má ekki bíða til 2007 heldur þarf það að gerast strax!

Það er auðvitað minnsta mál í heimi að byrja á því að hækka skatta og lækka þá síðan aftur og segjast vera búinn að lækka skatta um þetta og þetta... þetta er gjarnan gert í verslunum þar sem þessi vara er með ákveðnum afslætti.. oftar en ekki er hún annað hvort gömul eða þá að hún hefur verið á það miklum okurprís að verslunin græðir slatta þó að það sé 30% afsláttur..

...

á jón á á á á á?

nú veit ég ekki.. en hafiði lesið séð og og og og og heyrt?? já sennilega....

þetta eru nú bara dæmi um það hvursu skemmtilegt tungumálið okkar er þegar það er hægt að skrifa heilu ræðurnar með ca 3 stöfum...

það er gaman að benda fólki á mjög líflegar og skemmtilegar umræður á spjallborðinu... gaman að því að þarna er fólk að skiptast á skoðunum og kemur fram undir nafni en ekki einhverjir rífast um hverjir eru fallegastir eða hvort þessir séu saman eða ekki (auðvitað ekki undir nafni)

þannig að við skulum vona að spjallborðið sé búið að þroskast og notendurnir líka:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli