24 október 2003

það sem ég ætlaði að segja í gær varðandi fm957, en kom ekki að vegna anna við að græja síðuna upp á nýtt var einfaldlega það að...
þið hafið væntanlega öll hlustað á fm.. hérna á húsavík er ekki mikið úrval af stöðvum þannig að maður hlustar oftar á fm en æskilegt er.. málið er það að þessi taktík á fm að tala hratt, byrja að spila lagið og tala síðan eitthvað þangað til að söngurinn byrjar þá að hætta.. þetta er alveg óþolandi því að...
í fyrsta lagi; þá eru útvarpsmennirnir oft bara að segja eitthvað til að segja eitthvað þangað til söngurinn byrjar, í staðinn fyrir að leyfa laginu bara að rúlla...
í öðru lagi; þá er það bara þannig að maður á ekki að tala í útvarpi bara til að tala.. menn eiga að segja eitthvað ef þeir hafa eitthvað að segja.. ekki bara að tala til að tala þar til söngurinn byrjar...
í þriðja lagi; þá er það nottla gamla klisjan með playlistann hjá þeim.. sömu lögin (sum góð, sum vond) eru spiluð aftur og aftur og aftur....

vonandi að þröstur 3000 lagi þetta sem fyrst...

kv Andri V

Engin ummæli:

Skrifa ummæli