07 nóvember 2003

djöfull er dýrt að láta bólusetja sig!!
var fyrir skemmstu að koma úr minni seinni ferð í heilsugæsluna þar sem ég var bólusettur fyrir allskonar viðbjóði eins og lifrabólgu A og B, gulu, taugaveiki, lömunarveiki og ég veit ekki hvað og hvað... ég ákvað að fá mér ekki bólusetningu við hundaæði!! og ekki heldur malaríu, því það felst í því að éta pillur allan tíman og vera slappur af þeim..
en fyrir þetta borgaði ég rétt tæplega 20 þúsund krónur.. mér finnst svo sjálfsagt að tryggingafélögin ættu að niðurgreiða þetta (eða bara borga þetta alveg) þar sem það hlítur jú að vera þeirra hagur að maður sé bólusettur.. það er líka eins gott að þegar ég kem heim þá "hefði ég verið búinn að fá alla þessa sjúkdóma" ef ég hefði ekki farið í setningu.. það er bara verst að ég kem aldrei til með að vita hvort að þetta hafi borgað sig eða ekki...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli