11 nóvember 2003

þá er allt að komast á hreint
ég mun leggja af stað frá íslandi seinni partinn á fös 21. nov og fljúga til london (sem var einmitt í fréttunum í dag að mesta hættan á hryðjuverkum í v-evrópu er í london:) s.b.r. ..þessa frétt, gista í dover castle partý hótelinu mikla.. sem er bara mjög gott mál. eini ókosturinn við það er sá að ég kem á fös kvöldið og fer snemma á lau morgun.. annars er þetta bara ágætt.. á lau morguninn fer ég til miami og þaðan til guatemala city sem er höfuðborgin þar í landi.. síðan veit ég ekki alveg hvað gerist, skólastjórinn í skólanum sem ég fer í kemur og sækir mig þannig að þetta verður fínt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli