04 nóvember 2003

þá er það komið á hreint...

ég ætla að leggja land undir fót og skella mér til gvatemala. Þar ætla ég að nema spænska tungu ásamt því að vinna sjálfboðastörf.. ég fer út um 20-21 nóv. og byrja í spænsku skólanum þann 24. nov.. námið stendur yfir í 6 vikur og að því loknu tekur við 6 vikna sjálfboðavinna. þannig að ég mun ekki koma heim fyrr en í lok feb. eða byrjun mars.. sem er mjög gott mál því að þá "missi" ég af harðasta vetrinum hérna á fróni. bærinn sem ég verð í heitir antigua og er víst helvíti magnaður..
ég er að vinna í því að kaupa mér stafræna vél áður en ég fer út og ætla að reyna birta myndir og einhverjar sögur hérna reglulega á meðan ég verð úti.. ég verð í skólanum frá 8-12 á morgnanna og stundum einhverjum ferðalögum á daginn en annars verð ég bara að slæpast:) (og hlaupa og lyfta notta)
skemmtileg staðreynd svona í lokin að cuba libre (sem ku vera romm í kók) kostar um 38 krónur og mun lækka eitthvað ef það verður hagstæð gengisþróun!!
kv Andri V

Engin ummæli:

Skrifa ummæli