20 desember 2003

þá er enn ein vikan liðin
og ég sem er bara rétt kominn!! strax búinn að vera í 4 vikur af 12... glöggir sjá strax að það er 1/3 eða þriðjungur...
þetta er graf alvarlegt hversu tíminn líður hratt hérna..
ég segi nú bara eins og ónefndur kristjánsmaður í rækjunni!! ég var einhverntíman að kvarta yfir því hvað tíminn liði ótrúlega hægt þegar maður væri að vinna á flokkaranum (sökum leiðinda starfsins) og hann fussaði og sagði "helduru að klukkan sé ekki það sama hjá okkur hinum eða?"
það var nú heldur betur rétt hjá honum að alveg sama hvað tíminn leið hægt hjá mér að hann leið alveg jafn hægt hjá hinum líka.. spurning hvernig þetta er þegar ég er svona langt í burtu???

annars er allt gott að frétta hérna.. spænskan er svona hægt og rólega að koma hjá mér.. er ekki farinn að tala mjög mikið nema þá helst við kennarann minn.
ég er alltaf að segja henni einhverjar "hræðilegar" sögur af íslandi. t.d. blöskraði henni þegar ég sagði að yfirleitt myndi fólkið á íslandi gifta sig þegar það væri búið að vera saman í mörg ár og eignast börn!!
annars var ég að reyna útskýra fyrir henni í morgun hvernig kvótakerfið á íslandi myndi virka!! það gekk svona upp og ofan og ég held að hún skilji ekkert í því!! reyndar held ég að það sé ósköp eðlilegt því að ég held að fæstir skilji eitthvað í því!!!

í kvöld er "fiesta" í skólanum mínum. þannig er að síðustu 9 daga eru kennararnir og fjölskyldur þeirra, ásamt nemendum sem hafa viljað, rölt á milli heimila kennaranna með eitthvað roknarinnar jötu dæmi sem er tákn fyrir jósep og maríu.. mér skilst að þau hafi farið á 9 staði áður en þau fengu inn einhverstaðar til að fæða jesú.. þannig að skólinn er síðasti áfangastaðurinn þar sem þau fá loksins inn..
það þýðir partý í skólanum með heljarinnar veigum bæði mat og drykk (romm!!)
ég er svo sem ekki mjög trúaður maður en ég trúi því þó að maður þurfi ekki að trúa á guð eða jesú til að líka vel við mat og rom, þannig að ég ætla að mæta á svæðið og ath hvað ég get lagt til málanna!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli