02 desember 2003

það er helst í fréttum að.....
það er frekar kalt hérna núna miðað við það sem er búið að vera.... engin sól og bara kalt... annars er ég að gera hverja stóruppgötvunina á fætur annarri þessa dagana... til dæmis þar sem ég er nokkuð ná lægt miðju jarðar þá er ýmislegt öðruvísi en á íslandi!! já bíðið bara, en tunglið er til dæmis á hlið!! það sést ekki kannski þegar það er fullt tungl og nýtt tungl en ég tók eftir því þegar það var hálft tungl að það er ekki eins og heima.. það er einhvernvegin eins og tunglið liggi á bakinu með sitt hvorn endan upp í loftið og er þar af leiðandi örugglega akkúrat öfugt eftir 14 daga þegar það er að minnka aftur!!! þetta finnst mér alveg stórmerkilegt.....
annars snýst vatnið í klóstinu sama hring eins og við var að búast og ég myndi ætla að þetta myndi skiptast við miðbaug!! þið megið leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér.. allavega snýst það í "hina" áttina í ástralíu þannig að skiptingin hlýtur að vera við miðju jarðar.. sem færir okkur þá spurningu; ef ég er staddur á miðbaugslínunni hvernig skolast þá vatnið niður?? ekki hef ég hugmynd og hlakkar mikið til að komast að því.. hins vegar hlýtur það að vera augljóst að maður myndi þá halda að það myndi bara fara beint niður!!! tja maður spyr sig......
annars er ég bara í góðum fíling hérna í guatemala.. einhver vildi meina að ég gæti alveg eins verið heima á fróni og lokað mig inni og skrifað þetta.... það er alveg hárrétt hjá viðkomandi þar sem ég var ekki á einni einustu mynd og hefði alveg eins getað fundið þær á netinu... en ég skal bara sjá til þessa að einhver smelli mynd af mér hérna með indíánunum til að allir geti verið vissir:)
ég fór í "bíó" í gær... ég reyndar kalla þetta ekki bíó en innfæddir kalla þetta bíó... þetta var svona þokkalega stórt herbergi með nokkrum gömlum og slitnum sófum, einu stóru sjónvarpi (30") og video... myndin var matrix 2, kóperuð með arfaslökum gæðum.... þetta var samt býsna fyndið og ég á pottþétt eftir að fara þangað aftur...
kveðja Andri V

Engin ummæli:

Skrifa ummæli