15 desember 2003

ég er alltaf að komast að einhverju nýju
þó að ég spái oft mikið í hinu og þessu er oft hitt og þetta sem ég hef aldrei spáð í!!!
t.d. í dag var ég að spjalla við kennarann minn um fótbolta.. til guðs lukku þá hefur hún áhuga á fótbolta og mega 35 ára gamlar 3 barna mæður allsstaðar í heiminum taka hana til fyrirmyndar hvað það varðar..
en allavega þá komst ég að því að ég kunni mjög lítið að tjá mig um fótbolta og skráði því nokkrar glósur hjá mér.. í spænsku er talað um fyrri hluta, hálf leik og seinni hluta sem er bara gott mál.. ég fór síðan að hugsa þetta á íslensku og komst þá að því hvað íslenska þýðingin yfir fótbolta leik er vitlaus og "meikar engan sens" eins og maður segir á vondri íslensku.. hvaða vit er t.d. í því að tala um fyrri hálfleik, hálfleik og seinni hálfleik ??? væri ekki nær að tala um fyrir hálfleik, hálfleik og eftir hálfleik ? ég meina það er bara einn hálfleikur, og það er þegar leikurinn er hálfnaður og leikmenn taka sér pásu... hvað finnst ykkur?? ég er ekki viss um að jón múli myndi samþykkja þetta ef hann yrði spurður (eða hefði verið spurður á sínum tíma) mér finnst að það ætti að breyta þessu þegar í stað og ég skora á ksí að taka þetta fyrir, fyrir komandi keppnistímabil!!!

annars er ég búinn að gera fleiri skondnar uppgötvanir hérna fyrir sunnan... mig grunar að það sé ekki allt með feldu á grænmetis og ávaxtamarkaðinum heima á fróni.. það vita nottla allir að risarnir sem stjórna þessum markaði heima á íslandi voru dæmdir fyrir samsæri og eitthvað þess háttar..
ég held að menn ættu að kafa dýpra ofan í málið og ath hvort það komi ekki eitthvað fleira misjafnt í ljós...
málið er nebbla að mér hefur alltaf fundist ananas vera hinn versti matur og hefur þessi margrómaði ávöxtur verið á topp 5 yfir eitthvað sem ég borða ekki... eftir að ég kom hingað út tók ég eftir því að þýsku krakkarnir voru alltaf að kaupa ananas og borða hann eftir kvöldmat.. þau buðu mér oft sinnis að smakka en ég tók það ekki í mál, rifjandi upp gamlar stundir á fróni þar sem ég fékk gæsahúð við að finna bragðið...
síðan barst þetta í tal hjá mér og Agnesi fyrir skemmstu og hún tjáði mér að ananasinn hérna úti væri allt öðruvísi og betri en heima.. það varð til þess að næst þegar mér bauðst ananas þá þáði ég boðið og tók þar mikla áhættu því ég hefði getað fengið gæsahúð!!!
en viti menn ananasinn hérna er barasta ekki ananas eins og ég lærði þetta... .hann smakkaðist nánast alveg eins og jarðarberin sem ég hef kjamsað á í gegnum tíðina heima á fróni!!! þetta olli mér miklu hugarangri og svaf ég ekki vært fyrr en ég hafði smakkað jarðarber hérna úti til að sannreyna hvort þau væru eins og ananas á bragðið!!!
það kom á daginn að þau eru ekki eins og "íslenskur" ananas en öðruvísi eru þau samt....
nú spyr ég.. hvað veldur?? er verið að selja okkur ananas á fölsum forsendum eða hvað er málið?? annars er þetta sæmilegt að geta keypt bara eitt risastórt "jarðarber" í staðinn fyrir mörg lítil.....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli