28 desember 2003

jólin 2004
eru mér ofarlega í huga!! í stuttu máli sagt þá eru jólin hérna í gvatemala talsvert öðruvísi en frónarbúi eins og ég á að venjast. ekki það að ég hafi búist við því að "mamman" myndi elda svínabóg á íslenskan máta og ég fengi möndlugraut í eftirrétt, það er ekki svo slæmt.. ég er eiginlega ekki viss hvort að málið sé bara að þegar maður er vanur einhverjum ákveðnum jólasiðum þá finnst manni öðruvísi jólasiðir ekki vera "jólalegir".. ég held allavega að það sé meinið í mínu tilfelli!! í stuttu máli sagt þá voru jólin þannig að aðfangadagur var ósköp venjulegur dagur, með skóla og þannig.. síðan kl 19 borðuðum við svokallað Tomales sem er maís kássa einhver og er í miklu uppáhaldi hérna og er mikið borðuð í jólamánuðinum. það var hluti af stórfjölskyldunni sem borðaði með okkur þarna klukkan sjö.. síðan var kvöldið bara spjall og rólegheit til miðnættis. þá voru miklar sprengingar og flugeldar og þannig og allir að óska gleðilegra jóla síðan var borðað kjúkling (svolítið áramótalegt kannski?)..
annars er ekki málið að ég sé að kvarta (asnalegt orð! spurning hvort þetta sé rétt skrifað?) það er langt því frá.. ég bjóst við öðruvísi jólum og ég fékk öðruvísi jól. meira að segja fékk ég hangikjöt og jólahlaðborð áður en ég fór út og fæ svínasteikina þegar ég kem heim (er það ekki mamma???:) þannig að ég lifi alveg sáttur!!

annars eru glóðvolgar fréttir hérna meginn.. málið er að ég á að ljúka skólanum formlega þann 2. janúar með mikilli athöfn, en í samráði við kennarann minn hef ég bæði flýtt og seinkað náminu. þannig að ég tek auka lexíu á mánudaginn og síðan síðustu tvo dagana einhvern tíman í janúar, af því að..........
..... ég hef ákveðið að fara í snemmbúna "útskriftarferð" með vinum mínum til eyju í karapískahafinu sem heitir svo mikið sem Utila.. þar ætla ég að gefa sjálfum mér köfunarnámskeið í útskriftargjöf og njóta þess að kafa í næst stærsta kóralrifi í heimi á meðan nýtt ár gengur í garð.. ég mun leggja af stað héðan mjög snemma á þriðjudags morgun (jafn vel áður en hænsnin fara að gala) og keyra með "shuttle" til Kopan í Honduras (sem eru MJÖG gamlar maya indjánaborgir) og þaðan fer ég með hænsnarútu til La Ceiba og þar tek ég ferju yfir til Utila.. veit ekki hversu mikið þetta segir ykkur um ferðalagið en allavega þá verð ég í karabíska hafinu á eyju þar sem rafmagnið er tekið af á miðnætti og kemur síðan aftur inn snemmdegis...

síðan á heimleiðinni stoppa ég í nokkra daga í maya rústunum og skoða það allt saman.. og ég verð auðvitað á fullu með myndavélina og set inn fullt af myndum þegar ég kem heim..

annars styttist núna óðum í að ég þurfi að velja mér eitthvað til að vinna við í sjálfboðavinnu, þar sem skólinn er að verða búinn.. það sem er efst á baugi hjá mér (man ekki hvort ég sé búinn að segja það áður) er hjá neyðarliðinu..
það er eitthvað fyrir mig að vera í slökkvi/sjúkraliði..... babú babú babú

Engin ummæli:

Skrifa ummæli