08 desember 2003

mig vantar sæng!!!
það er nebblega svo kalt hérna á næturna eða kannski ekki svona íslenskt kalt heldur er bara engin upphitun og ég er bara með þunnt teppi til að hlýja mér... það er engin rúmfatalager eða ikea hérna þar sem ég get keypt mér ódýra sæng!! ég er meir að segja búinn að prófa sofa með handklæðið mitt líka og það virkar bara fínt.. gat það reyndar ekki síðustu nótt því að handklæðið var blautt eftir nokkuð góða ferð á ströndina við kyrrahafið.. það er pínulítið þorp við kyrrahafsströndina sem heitir Monte Rico og alveg fínasti staður til að kíkja á tímabundið.. þetta er svo lítill staður samt og það er ekki mikið hægt að gera þarna þannig að fyrir menn eins og mig.. ég náði mest að liggja á ströndinni í svona 20 mínútur og þá varð ég að fara gera eitthvað... og plús það að þetta er eithvað svo rómantískur staður og þar sem mín mikla rómantík er í pásu þessa mánuðina þá var ég ekki á heimavelli:) annars væri það alveg draumur að fara þarna með kærustuna með sér í nokkra daga...
annars nýtti ég tímann og fór út að hlaupa... ég hljóp mjög langt eftir ströndinni og aftur til baka.. þá voru einhverjir heimamenn að spila fótbolta þegar ég kom og buðu mér að vera með.. eftir svona eina klst í bolta þá var ég mjög nálægt því að deyja úr hita og vatnsskorti þannig að ég var frekar rólegur það sem eftir var af kvöldinu..

í gær var festival í bænum.. kl 18 kveiktu allir eld úti á götu til að brenna í burtu djöfulinn.. allt gott með það nema hvað að eftir þessa upplifun að vaða reyk út um allan bæ þá varð mér það nokkuð ljóst að það er harla ólíklegt að Guatemala sé aðili að kyoto sáttmálanum.. ef mér skjáttlast ekki þá felur sá sáttmáli í sér að aðildarlönd beiti sér fyrir því að minnka mengun í sínu landi... það er nokkuð ljóst að minni mengun er ekki efst á bugi hjá innfæddum...

annars er það svipað hérna og heima á fróni að það styttist í jólin... þeir eru ekki jafn snemm í því og heima að henda upp jólaskrautinu enda kannski ekki jafn mikil þörf á því að lýsa upp skammdegið hérna og heima á ísl.. annars er það ósköp skrítið eitthvað að rölta um bæinn og sjá jólaskraut og heyra "feliz navidad" lagið sem allir kannast við, í 25 stiga hita og sól.. það er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður..

reyndar er ég búinn að vera á fullu að útskýra fyrir ollum krökkunum hérna hitt og þetta um ísland... það er að segja krökkunum frá evrópu.. það virðast allir vera voðalega hrifnir af íslandi, sem er ekkert skrítið sko... sumir reyndar vita ekki hvað ísland er og þá verð ég alveg brjálaður og spyr hvort þeir hafi heyrt um bandaríkin eða kína eða hvort þeir séu í fyrsta skiptið að fara til útlanda... þvílíkt og annað eins að vita ekki hvar ísland er!!! það er bara fásina.. annars eru þessar spurningar sem ég fæ aðallega um það hvort það sé satt að það sé bjart allan daginn yfir sumarið? og þá segi ég nottla að það sé líka dimmt allan daginn núna í desember það finnst þeim jafnvel ennþá skrítnara og spyrja hvort það sé ekki mikið þunglyndi þá?? jú jú örugglega hellingur af fólki.....
annars er erfiðast að útskýra að það er ekki kalt á íslandi eins og fólk heldur.. afhverju heitir þetta ísland ef það er ekki einusinni kalt??? núna get ég ekki svarað.. ætli besta svarið sé ekki að það hafi verið einhver misskilningur í gamladaga og fólk hafi ruglað saman nöfnunum á íslandi og grænlandi!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli