16 desember 2003

myndirnar eru komnar inn
þá eru myndirnar úr fjallgöngunni komnar inn.. myndirnar frá því á ströndinni verða því að bíða til betri tíma!!

í stuttu máli þá lögðum við af stað frá Antigua klukkan 14 á laugardaginn með hænsnarútu til Sante maria de jesus sem er 11 þús manna bær nokkra km frá Antigua.. þaðan löbbuðum við af stað.. fjallið sem við gengum heitir volcan Agua (Agua þýðir bara vatn þannig að ég gæti alveg sætt mig við Vatnsfell eða eitthvað álíka) og er 3766 m hátt.. það hefur ekki gosið í yfir 3000 ár þannig að allt skógur þekur allt fjallið alveg að toppnum.. ferðin var svona mátulega erfið.. fyrir mig var þetta ekki mikið mál því ég er í ágætu formi en sumir í hópnum voru farnir að blása mikið mjög skömmu eftir að við lögðum af stað:) það kom síðan á daginn að ég fór fremstur í flokki nánast allan tíman.. þetta var svona 10 min ganga og 5 min bið þannig að mér var eiginlega kalt á leiðinni upp.. það var orðið dimmt svona 1 1/2 klst eftir að við lögðum í hann og því kom vasaljósið, sem ég keypti á síðustu stundu í St Maria, að mjög góðum notum ásamt vettlingunum sem ég keypti við sama tækifæri.. það kom mér mjög á óvart hvað það var mikil traffík á leiðinni.. bæði upp og niður.. ég hafði eiginlega ímyndað mér að við yrðum nánast ein á fjallinu yfir nóttina en svo var aldeilis ekki..
á leiðinni upp voru allavega 5 ef ekki 6 "sjoppur"... meira kannski svona fólk að selja vatn og gos og þannig.. ein "sjoppan" kom sér geysilega vel því þar seldu þeir heimatilbúið romm fyrir slikk og við vorum nokkur sem bættum því í farangurinn..
eftir tæplega 6 tíma stanslausan gang með mjög mörgum stoppum vorum við komin á toppinn í svarta myrkri (þetta var reyndar ekki alveg toppurinn því það voru c.a. 50 metrar á toppinn ennþá en við fórum í gegnum risa skarð niður í gíginn)... og viti menn í gígnum sjálfum voru yfir 200 manns búin að tjalda og kveikja upp eld og voru að drekka og syngja.. þetta kom mér geysilega á óvart en var þó bara gaman að þessu..
við komum á tindinn klukkan hálf tíu eða 6 tímum fyrir áætlaða brottför á toppinn til að sjá sólarupprásina frá upphafi..
við leigðum mjög langt og mjótt "tjald" þar sem við gátum legið á jörðinni í skjóli fyrir regni (ef það skildi koma) og kannski smá skjól fyrir vindi. tjaldið var meira svona plast á spýtum heldur en tjald.. gistingin kostaði 90 kr á mann.
við komum okkur fljótlega fyrir og innifalið í gistingunni var bálköstur alla nóttina..
við settumst við bálið og fengum okkur romm í heitt kakó (sem var að sjálfsögðu hægt að kaupa þarna) og spjölluðum saman.. það var geysilega gaman og ótrúlega stjörnubjart og fallegt veður.. síðan seinna um nóttina kom tunglið upp og lýsti upp allan gíginn..
um hálf fjögur fórum við síðan á fætur eftir mjög lítinn eða engan svefn og pökkuðum saman og héldum upp til að ná sólarupprásinni frá upphafi..
það má geta þess að hitinn fór niður í -2 gráður yfir blánóttina..
ég held ég leyfi síðan bara myndunum að segja restina...
þið veljið bara myndir hægra megin á síðunni og fjallgöngu albúmið

kv Andri Valur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli