12 janúar 2004

aftur á meginlandið
jæja þá er ég kominn aftur á meginlandið og aftur til antigua.
ég kláraði tvö level í köfun, open water og advanced... veit ekki hvort það segi ykkur eitthvað en ég er allavega orðinn alþjóðlegur kafari með skírteini upp á það.. má kafa niður að 40 metrum og ég veit ekki hvað og hvað..
lífið í útlila var dásamlegt.. eyja í karabíska með öllu tilheyrandi, sól og nottla sól, hiti, moskító, sandflugur hver stórsteikin á fætur annarri...
á leiðinni til la ceiba í hondúras þar sem ferjan fer yfir kynntist ég strák frá þýskalandi og tveimur stelpum frá usa.. við ferðuðumst saman og gistum saman í útila.. stelpurnar fóru eftir nokkra daga en við héldum áfram að kafa... það komu einnig 4 aðrir sem þýski vinur minn hafði kynnst í belíz.. þetta voru tveir strákar frá usa og canada og tvær stelpur frá noregi.. með þessu fólki eyddi ég mestum mínum tíma þarna úti í eyju...
við héldum síðan aftur til la ceiba þar sem við ákváðum að fara í river rafting í regnskóginum.. ég var ekki alveg viss hvort ég nennti að fara en þau náðu að sannfæra mig!! ég sé heldur betur ekki eftir því, því að þetta var frábært alveg frá a-ö.. agalega fallegt þarna uppi í fjöllunum og rafting hlutinn var snilld.. síðan gistum við þarna uppfrá.. það var nánast ekkert rafmagn þannig að kertin léku stórt hlutverk.. helvíti gaman bara..
síðan í gær lagði ég af stað kl 4 um nóttina til antigua og kom hingað klukkan 21 í gærkveldi eftir strembið ferðalag.. express rúta, síðan express chicken bus sem er mjög fyndið, bara venjulegur chickenbus en klikkaðri bílstjóri sem keyrir alveg eins og svín, síðan var það pickup frá landamærunum í næstu borg sem var í 1 1/2 klst, þaðan var alvöru rúta til guatemala city og þaðan hænsnarúta til antigua...

ég er búinn að setja inn nokkrar gamlar myndir frá hinu og þessu.. síðan er ég að hlaða upp myndunum frá ferðinni.. þær verða í tvennu lagi.. annars vegar myndir ofansjávar og hins vegar myndir teknar af mér og fleirum neðansjávar þannig að þið skuluð fylgjast með næstu daga..
myndirnar úr köfuninni eru margar alveg frábærar og gefa kannski smá sýn á hvernig þetta er þarna niðri, en þó bara brot af þessu..
ég gæti trúað að ég hafi séð hátt í 200 tegundir af fiskum allavega.. t.d. humar, kolkrabba, rækjur, smokkfiska, ál, skjaldböku (kannski ekki fiskur en hvað með það:) og síðan helling helling helling af allskonar skrautfiskum sem eru í kringum kóralrifin... og fiskar sem eru ekki til við íslandsstrendur og ég hef ekki hugmynd um hvað þeir heita!!
því ver og miður á var ekki rétta tímabilið til að sjá hvalhákarl sem er sagður vera stærsti fiskur í heimi.. þeir eru mikið þarna í kring á ákveðnum tímum og er mjög vinsælt að kafa innan um þá.. ég verð bara að sjá þá næst!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli