17 janúar 2004

annars langar mig aðeins að ræða eitthvað sem viðkemur ekki minni dvöl hérna í guatemala!!
það er til að mynda þetta með olíufélögin.. ég reyni að fylgjast með hvað er að gerast heima á ísl og til þess nota ég einna helst mbl.is, alla vega til að fá venjulegar fréttir.. og viti menn, innlendu fréttirnar eru til skiptis að olíufélögin séu búin að hækka bensínverð og lækka.. auðvitað er það í sömu frétt að essó, shell og olís hafi hækkað því þau hækka öll í einu.. síðan kemur næsta frétt að öll þrjú hafi lækkað aftur.. síðan kemur að atlandsolía, sem virðist heldur betur vera sparka í rassgatið á þessum dónum, sé að verða búin með birgðirnar og strax í kjölfarið kemur að olíufélögin séu búin að hækka.. það kemur kannski ein frétt inn á milli um hversu margir bílar eru búnir að lenda í árekstri og er verið að segja okkur óbeint að við megum einnig búast við því að tryggingarnar hækki því það er jú engin samkeppni á þeim markaði heldur.... maður spyr sig hvar endar þetta eiginlega??? ég segi að annað hvort verðum við að flytja bankana, olíufélögin, tryggingafélögin og símafyrirtækin til útlanda og byrja upp á nýtt. eða að við verðum barasta sjálf að flytja i burtu þar sem það þykir eðlilegt að það ríki samkeppni!!
það er nú einu sinni þannig að það eru færri markaðir á íslandi sem eiga í samkeppni heldur en markaðir sem eru í verðsamráði...........

ps bananalýðveldi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli