17 janúar 2004

þegar neyðin er stærst....
þá er andri nærst!! eða verð það allavega hérna í antigua næstu vikurnar.. málið er það að ég er búinn að ráða mig sem sjálfboða neyðarliði, sem þýðir það að ég vinn á 24 tíma vöktum í svokölluðu bomberos... þar á bæ sinna menn útköllum vegna slysa, bruna og þess háttar.. var einmitt áðan í starfskynningu þar og þegar ég var búinn að skoða einn sjúkrabíl og einn slökkvibíl þá kom kallið!!! einhver hafði verið á leiðinni niður brekku þegar hann keyrði á hjólreiðamann og missti við það stjórn á bílnum og keyrði út af og velti!! kallarnir sögðu við mig að mæta bara á sun eða þri bara hvað ég vildi og síðan þutu þeir af stað með þessum líka agalegu látum.. babú babú babú!!! síðan eru þeir í helv flottum einkennisbúningum og ég ætla að vona að ég fái slíkann, býst við því að fá einn ef ég borga bara þar sem þetta er nú mest bara sjálfboðavinna þarna!! þið verðið bara að bíða eftir að ég setji inn myndir af mér í öllu klabbinu:)

annars eru síðustu dagar hjá mér búnir að vera heldur rólegir og mikið hangið á netinu!! það er svona að vera ekki að gera neitt, maður getur orðið alveg brjálaður!! annars er þétt dagskrá framundan þannig að þetta lítur barasta vel út.. það er auðvitað verið að byrja sýna lord of the rings hérna í kvöld þannig að kvöldið fer í það.. síðan er ég að fara í fótbolta með einum syninum í fjölskyldunni á morgun.. ég komst að því í gær að hann væri semi atvinnumaður í fótbolta og spilar með aðalliðinu í Antigua.. ég var að koma heim úr útihlaupi (p.s. ég var bara á stuttbuxum og bol :) og þar stóð hann fyrir utan og var að bíða eftir einhverju.. við fórum eitthvað að ræða málin og þá komst ég að þessu.. hann komst líka að því að ég er líka semi atvinnumaður með íbúð og fæði og veit ekki hvað og hvað;) og síðan útskýrði ég fyrir honum að við værum íslandsmeistarar innanhús!! held reyndar að honum hafi ekki þótt það merkilegt! held meir að segja að hann hafi ekki einu sinni haft hugmynd um að það væri til að spila fótbolta innanhús!!!!!
man ekki hvort ég var búinn að minnast á það að eitt af virku eldfjöllunum hérna í kring byrjaði að spúa á fullu á meðan ég var í burtu!! held samt að ég hafi verið búinn að segja frá því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli