29 janúar 2004

það eru komnar inn glóðvolgar myndir eða hvað?? þær eru kannski ekki glóðvolgar í þeirri merkingunni þar sem þær eru síðan í byrjun jan.. en glóðvolgar í þeirri merkingunni að þær voru að koma inn.. þetta er semst restin af myndunum frá því á Utila.. þ.e. neðansjávarmyndir sem ég tók (reyndar eru nokkrar sem eigandi myndavélarinnar tók).
þessar myndir eru svona upp og ofan.. sumar góðar og aðrar ekki jafn góðar.. það er mikil kúnst að taka myndir neðansjávar og þarfnast mikillar æfingar þannig að ég myndi segja að þetta væri bara nokkuð gott miðað við byrjanda.... hvað finnst þér???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli