04 janúar 2004

sól sól skín á mig...
það eru liðnir nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast og er ástæða fyrir því!! málið er að núna er ég staddur í karabíska hafinu í "útskriftarferð" :)
ég er, eins og áður hefur komið fram, á eyju sem heitir utila og er að læra köfun í utila dive center
ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað ég verð hérna lengi.. ef veðrið helst svona agalega gott eins og það er búið að vera þá reikna ég með að klára bæði fyrsta og annað stig í köfun, og verð því hérna fram að næstu helgi og yrði því kominn til antigua á sun-mán...

annars er þetta bara frábært líf í alla staði að vera hérna.. eyjaskeggjarnir eru um 1500 kannski, ekki meira, og þeir tala svona karabíska-ensku, sem er alveg hreint óskiljanleg í alla staði.. þetta er svona redneck enska einhver, alveg ótrúlega fyndið.. síðan er allt svo afslappað hérna og enginn að flýta sér eða eitthvað þannig.. þetta líður bara hjá eins og ekkert sé í gangi..
eyjaskeggjar vilja meina að þetta sé eyjan sem robinson cruso dvaldist á eftir skipaskaðann.. gott ef hann var ekki á sömu eyjunni í einhver 27-28 ár eða eitthvað álíka, mig minnir það.. en alla vega þá er ég ekki sammála eyjaskeggjum þar sem ég held að sagan um robinson cruso hafi verið skáldsaga og ef ekki þá bjó hann að mig minnir í suður ameríku og var á leiðinni til afríku þannig að þetta er býsna mikið úr leið!
en já svona á meðan ég man þá vil ég óska öllum gleðilegs nýs árs (asnalegt að segja þetta svona!)
ég er á fullu að taka myndir og er svona nánast búinn að redda mér neðansjávarstafrænamyndavél (ég efast um að þetta sé eitt orð en höfum það allavega þannig) og því er fullt af myndum á leiðinni inn þegar ég kem aftur til antigua...

og síðan var eitt heldur furðulegt sem gerðist hérna fyrir nokkrum dögum.. ég sat í makindum mínum í "miðbænum" og var að snæða þegar stúlka vatt sér upp að mér og sagði á íslensku "ertu frá íslandi?" og ég vissi ekkert hvað var að gerast, sá hana ekki einu sinni koma og sagði eins og fífl "yes, of course" og þá sagði hún "í alvöru ertu íslenskur?" og ég sagði "yes" með mikilli áherslu!!! þá loksins komst heilafruman af stað og gerði eitthvað af viti og ég fattaði að hún var að tala íslensku..
þetta var stelpa sem heitir Allý (eða Aðalheiður) og býr í hondúras þar sem hún er að vinna sjálfboðavinnu.. við nottla notuðum tækifærið og fórum og fengum okkur að borða og spjölluðum heilmikið saman.. hún fór síðan heim 2 dögum seinna þannig að núna er ég væntalega eini íslendingurinn á svæðinu:)
en engu að síður þá er þetta alveg með ólíkindum að hitta íslending hérna af öllum stöðum!! eins og gamla klisjan segir "svona er heimurinn lítill" eða er kannski ísland svona fámennt því að það eru allir á ferð og flugi einhverstaðar? maður spyr sig!! svo er nottla í framhaldi af þessu þá get ég sagt frá því að ég er búinn að kynnast gríðarlega mörgum í þessari útrás minni, örugglega hátt í 200 manns sem maður hefur eitthvað kynnst.. auðvitað samt misjafnlega mikið.. sumir segja mér að þeir hafi aldrei áður hitt einhvern frá íslandi en það sem kemur mér alltaf á óvart hvað ég hitti marga sem segja að þeir hafi hitt einhvern/einhverja frá íslandi á ferðalaginu sínu.. hitti danska stelpu í gær, hún sagðist hafa hitt tvær íslenskar stelpur í guatemala city þar sem þær voru að keppa í badminton, strákur sem ég hitt var nýkominn frá mexico þar sem hann hafði hitt íslenska stelpu.. allý sagði mér að það væru 2 eða 3 aðrir íslendingar í borginni hennar í honduras.. ég hitti eina íslenska stelpu í antigua sem býr þar og er að vinna á kaffihúsi.. hún þekkti meir að segja júlíu og elsu maríu og einhverja frá húsavík þannig að heimurinn minnkandi fer!!!
kæmi mér ekki á óvart þó að ég myndi rekast á húsvíking hérna í útila.. það verður samt bara að koma í ljós!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli