26 febrúar 2004

aftur í ecuador
þá erum við agnes komin aftur til ecuador, sem er btw mun fallegra land svona það sem ég hef séð þar sem perú er voða mikil eyðimörk...
núna erum við eiginlega bara að hangsa hérna og bíða eftir stóra deginum sem er á morgun, þ.e. afmæli systur hennar...
eftir afmælið sem er á morgun föstudag fer ég sjálfur og ætla að ferðast aðeins hérna í ecuador og kíkja á nokkra staði!! var mikið að spá í að skella mér til machu pichu sem eru "týndu" inkaborgirnar í perú og eru víst þær mestu og flottustu í heiminum, en eftir mikin hugsuð þá ákvað ég að fresta því þangaði til ég kem hingað næst:) því það tekur þó nokkra daga að fara þarna niður og labba upp í borgirnar sem eru lengst uppi í fjöllum..
er ekki búinn að ákveða ferðalagið nákvæmlega en segi betur frá því þegar að því kemur!!
ég er búinn að taka alveg slatta af myndum og bíð eftir að komast í almennilegt netsamband til að hlaða þær upp.. það er nú barasta staðreynd að netið hérna er algjört drasl í samanburði við guatemala.. en það er alla vega hægt að nota þetta!!

ástarkveðjur Andri Valur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli