15 febrúar 2004

allt að verða búið...
núna er sunnudagurinn alveg að líða undir lok hjá mér og á ég því bara mánudaginn eftir hérna í guatemala... morgundagurinn verður sennilega fljótur að líða þar sem það er nóg að gera.. kaupa gjafir og minnjagripi og það allt saman.. síðan reikna ég með að hitta eitthvað af vinum mínum um kvöldið og borða saman og/eða fá okkur nokkra kalda...
í stuttu máli sagt þá byrjaði þetta allt saman seinnipartinn í nóvember þegar ég kom hingað og hóf nám. tók 6 vikur í spænskuskóla og var bara mjög slakur í spænsku eftir það.. ég kunni alveg slatta af orðum og þannig en engan veginn nógu vel að nota þau (það er alfarið því að kenna að ég talaði ensku og aftur ensku allan daginn alla daga) síðan daginn fyrir gamlárs þá kláraði ég og hélt til honduras á eyju sem heitir utila. þar lærði ég að kafa og átti geysilega góðar stundir en ekki æfði ég spænskuna þar því það er ekki svo langt síðan þessar eyjur voru allar undir bretlandi og flestir eyjaskeggjar tala ensku ásamt því að krakkarnir sem ég var með töluðu öll ensku.. þannig að þegar ég kom aftur til antigua snemma í mars þá leit þetta bara alls ekki nógu vel út hvað spænskuna varðar þó allt hitt hafi verið í góðum gír..
ég réði mig síðan sem aðstoðarmann hjá bomberos eins og ykkur er flestum kunnugt um.. þar tók við þessi líka fína spænsku æfing ásamt nottla allri lífsreynslunni sem maður upplifði þarna.. það var enginn sem talaði stakt orð í ensku, og ég var þarna annan hvern dag í 24 tíma og æfði spænskuna og hef bara tekið slatta miklum framförum eftir það..
núna eins og ég segi þá er kominn tími á hreyfing og ég kveð með söknuði marga góða vini og kunningja sem ég hef kynnst hérna!! mér telst svo til að ég hafi unnið rétt tæplega 300 klst í sjálfboðavinnu og er ég bara nokkuð ánægður með það framtak.. og það skal enginn efast um það að ef allir sem eiga þess kost að gera eitthvað svona myndu taka sig til og vinna sjálfboðavinnu í nokkrar klst þá væri ástandið á þessum fátæku löndum miklu skárra því grundvöllurinn fyrir framförum er menntun (ekki það að ég hafi verið að kenna eitthvað sérstakt en þetta helst allt saman í hendur)

þið sem hafið fylgst með hérna á blogginu og komið með comment og þannig ég þakka ykkur bara kærlega fyrir og vona að þið haldið áfram að fylgjast með því ég er alls ekki hættur þó svo ég sé aðeins að færa mig um set.. ég lofa ykkur bloggi og myndum frá ecuador;)

þangað til næst lifið heil!!!

kv Andri Valur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli