05 febrúar 2004

það er svolítið langt síðan síðast
en það er bara þannig þegar maður er að vinna á fullu og ferðast..
síðan ég bloggaði hérna síðast hef ég unnið mikið og farið í eitt ferðalag.. þetta ferðalag var að vatni hérna í Guatemala sem heitir Lago de Atitlan og er frekar stórt vatn umkringt fjöllum og þar af eru 3 eldfjöll.. ég gleymdi nottla að tæma minniskortið úr myndavélini áður en ég fór þannig að ég tók ekki jafn margar myndir og ég hefði viljað en samt eru þær eitthvað um 15... allt það helsta allavegana.. ég fór ásamt tveimur vinum mínum frá þýskalandi (sem btw var ekki nógu góð hugmynd því ég tala ekki þýsku og þeir gleymdu sér ansi oft í þessu hrognamáli:) og við tókum rútu eld snemma um morguninn og keyrðum í 3 tíma að vatninu og komum í bæ sem heitir Panajachel og tókum bát þaðan yfir allt vatnið í lítið þorp sem heitir San Pedro.. þar gistum við í góðu yfirlæti og borguðum 15 fugla fyrir (einn fugl er rúmar 8 kr).. verðið þarna var engu líkt og til að gefa ykkur nasaþefinn þá fórum við út að borða og ég borðaði kjúklingasúpu í forrétt (sem var reyndar nóg til að verða saddur) síðan í aðalrétt fékk ég mér beef steik með öllu tilheyrandi og hliðarréttur var risadiskur með grænmeti og ávöxtum.. síðan var auðvitað drukkinn bjór með og herlegheitin kostuðu sem nemur 43 fuglum plús tips fyrir stórgóðan mat (kannski um 400 kell með þjórfé)
eftir góða helgi í himnaríki þá héldum við heim á leið.. og það vill svo óheppilega til að það er mun dýrara að fara heim heldur en að fara þangað (allavega í þessu tilfelli) og þar sem þjóðverjum er annt um fuglana sína þá voru þeir ekki tilbúnir í að borga þessar 150 ísl kr sem munaði og því endaði með því að við tókum chicken bus sem var miklu ódýrara og MIKLU óþægilegra.. ég sat ásamt 2 öðrum á pínulitlum bekk og ég gat ekki setið með lappirnar beint fram því næsti bekkur var þarna örfáa sentimetra fyrir framan.. og við hliðina stóð fólk þannig að þetta var alveg hið versta ferðalag.. en ég lét mig hafa það og lifði þetta af.. reyndar lentum við í einu skemmtilegu á leiðinni... þannig var að lögreglan stoppaði okkur við "reglubundið eftirlit" ( innheimta myndi ég kalla þetta;) og út gekk bílstjórinn og rétti þeim 100 fugla seðil (-900 ísl kr) og var ekkert að fela það þannig að allir sáu sem vildu, gekk inn í rútuna og keyrði í burtu!! þetta var nú ekki flóknara en það.. seinna sagði annar þýski strákurinn mér að einu sinni þegar hann var á ferðinni í hænsnarútu þá gerðist svipað nema bílstjórinn neitaði að borga, og viti menn lögreglan rak alla úr rútunni og leitaði í farangrinum hjá öllum (allt svo opnaði töskurnar og lokaði þeim aftur) og allir þurftu að sýna persónuskilríki.. þetta ferli tók klukkutíma þannig að það er spurning hvort það borgi sig ekki bara að láta þá fá nokkra fugla...
í neyðarliðinu erum við mikið að vinna með lögreglunni og í gær þá komu 3 löggur í heimsókn (þ.e. þeir komu kl 20 um kvöldið og fóru beint inn í sjónvarpsherbergi og horfðu á sjónvarpið fram eftir kvöldi, þeir voru þar ennþá kl 23:30 þegar ég fór inn í rúm að lesa) og ég sagði þeim frá þessari lífsreynslu með löggurnar á þjóðveginum.. þeir voru heldur skömmustulegir fyrst og vissu ekki hvernig þeir áttu að vera þegar ég spurði þá hvernig fólkið átti að geta treyst þeim þegar þeir haga sér svona!! en síðan þá spjölluðum við svolítið saman og þeir spurðu hvernig þetta væri á íslandi.. ég sagði þeim að maður gæti prófað með svona lágmark 150 þús ísl sem eru svona 18 þús fuglar en það myndi tæplegast virka... þeir eru með svona 20 þús fugla á ári í lang lang mesta lagi sennilega miklu minna..
síðan sagði ég þeim frá dabba odds að hann hafi neitað 300 millum og þeir skildu ekkert í því (reyndar ekki ég heldur en það er annað mál)...
en aftur að ferðinni. þegar við vorum síðan komnir til antigua þá röltum við heim ég og annar þýski strákurinn.. sem er ekki frásögum færandi nema hvað að við vorum rændir.. já en ekki hvað.. það komu þrír vopnaðir strákar (reyndar bara vopnaðir svaðalega ógnandi svip en þeir sögðust hafa vopn inn á sér) og báðu okkur vinsamlegast um að afhenda sér allt verðmætt.. ég ákvað fyrir mitt litla líf að afhenda þeim töskuna mína (ég hefði getað hlaupið og þá hefði ég bara þurft að hlaupa hraðar en þýski strákurinn;) og vonast til þess að þeir létu það duga.. og viti menn það kom bíll keyrandi akkúrat þegar þeir ætluðu að fara heimta meira og þeir hlupu í burtu með töskurnar okkar.. á einhvern ótrúlegan hátt þá var ég aldrei þessu vant með myndavélina mína í jakkavasanum ásamt gsm símanum og peningunum og öllu því þannig að allt sem þeir náðu af mér var snyrtiveskið mitt og stuttbuxur og buxur og peysa og eitthvað þannig smádót. þannig að ég myndi segja að þetta væri bara ágætlega sloppið.....

ég held að ég fari að láta þetta duga í bili en ég vill að lokum minna á myndirnar sem ég var að setja inn.. tvær möppur með nokkrum myndum hver.. þar á meðal mynd af nýja hundinum í fjölskyldunni sem kom í staðinn fyrir þann gamla (15 vikna) sá nýi er á sinni 9. viku og braggast bara ágætlega.. hann er svo lítill að ég er skíthræddur um að stíga á hann og hreinlega drepann.. síðan vill ég einnig benda á að agnes er byrjuð að blogga, lífsreynslusögur frá ecuador, og er hlekkur á síðuna hennar hérna til hliðar.. endilega kíkið á hana..

kv Andri Valur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli