29 febrúar 2004

það má kannski byrja á því að þakka sínu sæla fyrir óstjórn bush í bandaríkjunum því að jú eins og fólkið veit þá er dollarinn ekki mjög sterkur þessa dagana sem er barast mjög gott mál... sérstaklega kannski í ljósi þess að á einhver óskiljanlegan hátt tókst mér að týna 100$ seðli eða láta stela honum af mér eða eitthvað!!
allavega þá fórum við á fös í afmælið hjá systur agnesar og það var bara nokkuð fínt (ég nenni ekki að fara í smáatriðin því að ég reikna með að agnes lýsi þessu betur).. ég varð auðvitað fullur eins og allir hinir þar sem nóg var af bjór og þegar hann kláraðist á milli 3-4 um nóttina þá var nóg til af viský.. en aftur að seðlinum. málið var að við ætluðum að gefa systur hennar saman 100 $ í afmælisgjöf og ég sá um peninginn.. allur föstudagurinn var stress út í gegn, redda þessu og redda hinu og fara í greiðslu og allt það og það gleymdist nottla að kaupa kort og umslag og þannig.. en ég tók með mér peninginn í veisluna svona til öryggis og lokaði hann sérstaklega varfærnislega í vasann og viti menn þegar ég vaknaði daginn eftir þá var ég með allan peninginn minn nema þennan blessaða seðil!! og það hefur ekki spurst til hans síðan.. (ég er innst inni að vona að ég hafi sett hann á einhvern "öruggan" stað þegar ég kom heim og muni bara ekki eftir því sökum mikillar viský drykkju, en sá möguleiki er hverfandi)

ég er núna á internet kaffi að bíða eftir rútu í bæ sem heitir loja og er hérna 5 klst í burtu uppi í fjöllum.. hlakkar geysilega til að komast í svalara loftslag þar sem þetta er alveg að drepa mig hérna. það er alla daga vel yfir 40°c og t.d. þá í fyrradag vorum við að keyra kl eitt um nóttina og ég sá svona skilti sem er með klukku og hitamæli og viti menn það voru heilar 36 gráður kl 1 um nóttina!!!!! þetta er bara klikkun.. og allar helvítis mannætuflugurnar ofan á þetta:)

en annars þá fer að styttast í rútuna þannig að ég ætla að skella mér..

kv Andri Valur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli