08 febrúar 2004

sorg og aftur sorg
ég er ónýtur maður þessa stundina!!!
ekki nóg með það að ég er búinn að þurfa standa af mér flóa árásir trekk í trekk síðustu daga og er útbitinn um allan líkamann, er búinn að vera lasinn með magaverk og síðan hita og hausverk heldur þurfti ég að sjá sannleikann til að toppa þetta allt saman... sannleikann spyr fólk sig væntanlega! já sannleikann.. hver kannast ekki við frasa eins og þennan "sannleikurinn er sagna bestur" ??? ég er ekki sammála því, því "oft má satt kyrrt liggja"
ef þú lesandi góður vilt vita sannleikann þá skaltu lesa áfram en ath að þið lesið á eigin ábyrgð

málið er það að eins og ég hef áður komið inn á á þessu bloggi þá er sumt öðruvísi hérna og sumt eins.. t.d. tunglið og það allt... ég ræddi hérna áður um það hvernig vatnið myndi snúast þegar maður myndi hala niður hérna og það myndi síðan snúast í hina áttina hinu megin við miðbaug!! hver man t.d. ekki eftir simpson þættinum þegar þetta var í brennidepli og sendiráð usa í ástralíu var með sérhannað klósett til þess að vatnið færi eins niður og það gerði heima í usa...
þannig er að ég og þýski vinur minn erum búnir að rökræða þetta mál mikið og lengi.. er þetta rétt (og ég var SVO viss), hvað veldur og þannig spurningar.. síðan í gær þá ákváðum við að gera smá rannsókn og ég myndi síðan bera niðurstöðurnar saman við rannsókn sem ég myndi gera í ecuador... en viti menn við vorum rétt komnir í rannsóknargallana þegar sáum að vatnið í klósettinu heima snérist rangsælis, því næst röltum við niður í bæ og ath klósett þar og sannleikurinn kom í ljós.......................................
helvítis vatnið snérist réttsælis!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! djöfulsins bömmer var þetta maður.. við fórum reyndar niður í bæ til að spila pool eins og er búin að vera vinsælt hjá okkur undanfarnar vikur þannig að það sé á hreinu.. ég hef þótt vera með betri mönnum hér á bæ í pool og þeir hafa ófáir farið grenjandi heim eftir að ég hef sýnt listir mínar.. en í gær spilaði ég alveg eins og fífl og gat einan veginn einbeitt mér því ég gat ekki hugsað um neitt annað en þetta.....

þetta er allavega komið á hreint núna... núna hef ég ekkert að hlakka til þegar ég fer til ecuador!!!!!!! það er kannski ekki rétt en ekki jafn mikið allavega;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli